Búnaðarrit - 01.01.1936, Side 104
B Ú N A Ð A R RIT
‘)4
Það mundi reynast erfitt að finna New-York-mann
eða Parisarbúa, sem tyggi ekki meira og æti grófari
fæðu en Suðurhafseyjaskeggjar, meðan þeir lifðu á
sinni innlendu fæðu og voru, að minnsta kosti stund-
um, í 97% tilfellum lausir við tannátu, en enginn
húsareitur við Park Avenue getur nándar nærri jafn-
ast við það.
Ekki tyggja heldur Eskimóar mikið í samanhurði
við oss. Þcgar kjötið er hrátt, má tyggja það eins og
hráar ostrur — það rennur líkt niður. Þegar glænýtt
kjöt er soðið, þá er aðallega tvennt, sem gerir það
seigt, aldur skepnunnar og suðuaðferðin. Aðalfæðu-
dýr Eskimóanna uppi í landi er hreindýrið. Ungt
hreindýr er eins létt á sér og kvíga; gamalt eins sein-
fært og kýr. Þess vegna ná úlfarnir hinum gömlu og
stirðfættu, sem dragast aftur úr, þegar hópurinn flýr,
og Eskimóar fá sjaldan færi á að ná eldra dýri en
fjögurra eða fimm ára. Slík ung hreindýr eru ekki
seig, hvernig sem þau eru soðin.
Eg þekki ekki álíka rökvíslega sönnun um seli,
en með því að eg hefi hjálpað til að eta þúsundir
þeirra, get eg vottað, að kjöt þeirra er aldrei seigt —-
að minnsta kosti ekki í samanburði við nautakjötið,
sem inaður fær stundum í kjöthúðum í New York.
Svo eru Eskimóar, sem lifa raunar á tómum fiski.
Eins og þegar var sagt, er hann ekki tugginn, þegar
hann er hrár; og hann er ekki mikið tugginn, þegar
hann er soðinn. Eina meðferð, sem gerir fisk seigan,
eða öllu heldur harðan, er að þurrka hann. Sumir
Eskimóar eta þurrkaðan fisk, aðrir ekki.
Það er milrill munur á héruðuin að því, hve Eski-
móar tyggja mikið, en enginn hcfir kunnað frá því
að segja, að tennurnar væru hraustari þar sem mikið
er tuggið. Hvernig ætti það líka að vera,.þar sem engar
tannátur hafa fundizt hingað til, hvorki meðal þeirra,
sem tuggðu lítið, né hinna, sem tuggðu mikið.