Búnaðarrit - 01.01.1936, Blaðsíða 176
1()()
B U N A Ð A U U I T
uð rúxntaki. Þá byrjuðu tilraunir með tilbúinn áburð
um 1910. Árið 1914 var hann 8650 kg. og fór brað-
vaxandi úr því. Túngirðingar ineð gaddavír voru
byrjaðar fyrir aldamót, en girðingarlögin frá 1903
komu meiri lireyfingu á þau mál. Það var farið að
veita lán úr ræktunarsjóði til girðinga. Á þessum
árum komu upp jöfnum höndum túna, engja og haga-
girðingar eða samgirðingar, sem voru þá venjulega
milli heiinahaga og afréttarlands. Sérstaklega munu
þær hafa átt sér stað i Þingeyjarsýslum, sumar fleiri
mílur á lengd. Við skurðagerð og vatnsveitur var
mikið fengist þetta tímabil, m. a. byrjað á Flóa- og
Skeiðaáveituin. Á þessum árum eignuðust bændur
ýms dýrari búskaparáhöld, svo sem: ])lóga, herfi,
vagna, kerrur, sláttuvélar og rakstrarvélar. Vinnu-
sparandi áhöld við heyskap voru fundin upp, svo
sem rakstrarkonan, sem fest er við ljáinn, og sópar
grasinu af Ijáfarinu inn í múginn. Sýnist þetta lítil-
mótlegt áhald, en hefir létt votengjaheyskap furðu
mikið. Stórvirkari er sláttuvélaskúffan, sem fest er
við ljáberann, og hreinrakar það sem vélin slær; hún
hreinrakar einnig og getur flutt heyið töluverðan spöl,
ef graslítið er, og setur beyið í flekk eða garða. Hey-
sltúffan er bið mesta vinnusparandi áhald á graslitlu
engi, sem ég hefi haft kynni af; annarsstaðar er hún
ekki nolhæf. Á þessu timabili tók vegagerð stórum
framförum. Ríkissjóður bar nú að miklu eða mestu
blak af þeim. Áður höfðu hreppa- og sýslufélög þær
litlu vegabætur, scni gerðar voru, með höndum, en
það voru eingöngu hestavegir, en ekki l'yrir neins-
konar akfæri fyrir aldamót í sveitum, nema þá í ná-
grenni Reykjavíkur. Það voru akbrautirnar frá kaup-
túnunum upp í sveitirnar, sem byrjað var á litlu
fyrir aldamót og framkvæmdar voru að mestu með
ríkissjóðsfé og sveita að minnu leyti. Árlega var
byggð ein stórbrú. Verkefnið var feykilegt og þótti