Búnaðarrit - 01.01.1936, Blaðsíða 27
BÚNAÐARRIT
17
Þess vegna viljum vér hér telja upp ritgerðir þær,
sem Hermann Jónasson ritaði í Búnaðarritið, þau 13
ár, sem hann var ritstjóri þess, 11 árin einn, en 2 ár
ásamt Sæmundi Eyjóll'ssyni.
Um fóðrun búpenings. 1. árg. 1887, bls. 1—107. í
ritgerð þessari gefur höfundur yfirlit uin byggingu
þeirra líffæra, er aðallega annast meltingarstörfin, svo
og eðli þeirra, og hverjum áhrifum meltingarvökv-
arnir valda. Þá lýsir hann öllum helztu næringarefn-
um, sem líkaminn þarfnast og þess vegna verða að
flytjast honum með fóðrinu. Þá er gefið yfirlit um
allar helztu fóðurtegundir, efnasamsetningu þeirra og
aðra eiginleilca. Að lokum eru svo ahnennar fóðrunar-
reglur. Ritgerð þessi var að öllu leyti hin prýðilegasta.
Var H. J. sá fyrsti, sem ritaði íslenzka fóðurfræði
og er margt í þeirri ritgerð í fullu gildi ennþá. Ekki
er of mælt, að ýmislegt í ritgerð þessari sé það bezta,
sem enn hefir verið skrifað um fóðrun á íslenzku.
Um uppcldi kálfa. I. árg. 1887, bls. 108—120. Glögg-
ar leiðbeiningar um uppeldi ltálfa frá fæðingu og þang-
að til þeir eru háll's árs gamlir, ásamt fóðurtöflum um
]>að hvernig þeir skuli fóðraðir.
Um mjaltir á lciím. I. árg. 1887, hls. 121—130. í
þessari ritgerð eru gefnar leiðbeiningar um mjaltir,
Iiæði að því leyti er snertir lireinlæti og einnig svo að
kýrnar sýni sem bezt gagn. Þá bendir H. J. á nauð-
syn þess, að haldnar séu l'óður- og mjólkurskýrslur og
sýnir form fyrir þeim. Er Hermann þarna inni á sörnu
hugsun og síðar var framkvæmd í nautgripa- og eftir-
litsfélögunum.
Um áburð. I. árg. 1887, bls. 154—168. Þar er fvrst
skýrt frá þeim frjóefnum, sem takmarka uppskeruna
og þess vegna þarf að færa jarðveginum með áburði.
Síðar eru hendingar um notkun búfjáráburðar og þó
einkum lögð áherzla á að nota þvagið á réttan hátt og
liirða það sem hezt.