Búnaðarrit - 01.01.1936, Blaðsíða 142
BUNAÐARRIT
132
kellsstaðaánna er heima fyrir, og að með sömu með-
ferð mundu þær endast eins annarsstaðar. En það
veldur oft hver á heldur, og ég hefi ráðlagt þeim,
sem enn láta féð liggja við opið, og lcoma einu sinni
á dag að húsunum til að fleygja einhverju í jötuna,
að fá sér Hrafnlcelsstaðahrút, og drepa undan honum
öll lömbin. Með því geta margir fengið vænni lömb
og betur hyggð, og það er þeim mikilsvirði, þó þeir
ekki geti hreytt fjárstofninum.
Af þessum skýrslum vona ég líka, að menn fái
ofurlítið yfirlit yfir það, hvernig skýrslur búanna
eru færðar, þegar þær eru í lagi, og hvernig eftir þeim
má finna þær ær, sem fram úr skara, og gefa bezta
raun.
Rangárbúið er gamalt, og mun stofnað 1913. Hér
liggja þó ekki samstæðar góðar skýrslur frá því fyr
en seinni árin, og skal ég því ekki fara lengra aftur í
tímann en til 1928, en síðan hefir yfirlitsskýrslan
um búið litið þannig lit:
Meöalþimgi Lif. lmbþ. Fóðureyösla
Ár Tnln inna Haust Vor pr. á i töðuein.
1927—28 .... 35 52,4 46,5 38,7 80
1928—29 .... 35 55,3 62,6 41,6 82
1929—30 .... 28 57,8 49,0 42,0 94,5
1930—31 .... 33 58,0 50,0 30,4 óvist
1931—32 .... 34 55,4 49,6 36,2 90
1932—33 .... 29 55,1 52,6 38,8 137,5
1933—34 .... 28 57,6 54,9 40,1 162,5
1934—35 .... 30 57,7 57,5 36,8 177,5
Á Rangá er lílið tvílembt, og stundum ekkert.
Lambaþunginn eftir i er því oftastnær hinn sami og
meðal lambaþunginn.
Rangárféð hefir verið blandað bæði með Möðru-
dalsfé og þingeysku fé, því fengnir hafa verið hrútar
að. Féð er vel l)yggl, en líklega heldur lingert, og
þarf góða meðl'erð. Það er orðið nokkuð líkt hvað
öðru, og mætti því halda að komin væri í það nokkur