Búnaðarrit - 01.01.1936, Qupperneq 161
BÚNAÐARRIT lól
minnst á, og tel bezt og farsælast í mínum búskap;
það eru þau 6 árin frá 1924—1929, að báðum árum
meðtöldum. I>ar fór saman ágætt tíðarfar, skepnuaf-
urðir í l)ezta lagi og verzlunin eins og liún var áður
talin bezt. Vísitalan, er Jón Gauti fær, er sú sama og
tímabilið 1915—1919, eða 13,3. Ull og ket liafði að
vísu lækkað töluvert frá þeim tíma, en voru þó enn
i allháu verði; gærur aftur á móti í hærra verði en
nokkru sinni áður. Er talið að tízka í klæðnaöi kvenna
hafi valdið þessari verðhækkun, og varð hún því auð-
vitað ekki langgæf. En útlend nauðsynjavara hafði
lækkað til muna frá tveimur fyrri tímabilunum.
Eins og áður er sagt, og vitað var, ber þessi skýrsla
það með sér, að verzlunin hefir einlægt farið batn-
iindi þessi 100 ár og aðeins tvívegis hlaupið þar á
nokkur snurða í bili, sem er vel skiljanleg. Hið
l'yrra er rétt fyrir aldamótin, er mikið verðfall varð
ú sauðfé, er útflutningshöftin til Englands orsökuðu.
Hið seinna verðfallið á islenzkum vörum eftir 1920,
en þá voru aðkeyptar vörur i hámarki, svo að kaup-
vörueiningin þetta tímabil er kr. (>28,40, en seinna
tímabilið er hún kr. 436,50, þ. e. að nauðsynjar vorar
aðkeyptrar vöru sem næst % ódýrari seinna tímabilið;
gerði þetta aðallega hinn mikla mun á viðskiptum
þessi tvö tímabil, að útlendar vörur féllu seinna i
verði, þær, er vér urðum að kaupa en þær, er vér
selduin.
Þegar litið er yfir þetta 100 ára tímabil er verzlun-
arskýrslan sýnir, í heild, þá kemur brátt í Jjós hve
auðvelt er að skipta því í tvö jöfn tímabil, en næsta
ólík, þetta er frá 1830—1880 og frá 1880—1930. Fyrra
tímabilið fer visitalan úr 30 ofan í 21,2, seinna tíma-
bilið fer hún úr 16,2 ofan í 13,3. En þar eru samt þau
tvö áðurnefndu árabil er rugla ]>að litið eitt. Hver og
einn getur séð hinn mikla mun, sem er á þessum