Búnaðarrit - 01.01.1936, Page 191
BÚNAÐARRIT
181
sjóð félagsins á vöxtu á tryggum stað, hefir stjórnin
þenna starfa á hendi í næstu 5 ár, ef ekki er öðruvísi
ákveðið. Sjáist ekki ástæða til að húið verði endurreist
á sama stað, skal skipta öllum eignum búsins eftir
framleiðslu félagsmanna 5 síðustu starfsárin og eign-
unum sé einungis varið til styrktár smjörframleiðslu
á svæðinu.
R jómaskálinn.
Hann stendur við svonefnt Þórðarsker við Baugs-
staðaá, eigi all-langt frá Baugsstöðum. Grunnurinn er
harður sandbakki, umhverfið láglent, en í góðu veðri
hið fegursta útsýni lil fjallahrings þess sem lykur um
Suðurlandsundirlendið, með Heklu í öndvegi. Svo og
ströndina og hafið með sínum auðugu fiskimiðum, og
Vestmannaeyjum sem forverði Islands.
Grunnmál rjómaskálans er 6 X 7 m. og að auki var
við enda skálans byggður 2,5 m. breiður skúr, sem síð-
ar var hækkaður jafnt húsinu. Þar er mótor, klefi
fyrir fitumælingar og geymslu, og á loftinu vöru-
geymsla. Skálinn er grafinn nokkuð í jörðu og eru
veggirnir að neðan úr steinsteypu um 1 m. háir. Síðan
trégrind, sem járnklædd er að utan en þiljuð að inn-
an. Gólfið er úr steinsteypn. Skálanum er skipt í þrennt,
vinnuherbergi (strokkur, hnoðunarvél o. fl.), mót-
tökustofa með suðupotti o. fl. Svo er íbúðarherbergi
fyrir hústýruna og aðstoðarstúlku. Jón Gestsson frá
Villingaholti var yfirsmiður að húsinu.
Skálinn stendur enn með nær sömu ummerkjum
sem liann var hyggður, hefir verið vel við haldið. Sið-
astliðið ár var steinsteyptur veggur settur umhverfis
stéttina við skálann.
Kælihús var byggt við húið 1910. Það var torfkofi
3X4 m. að grunnmáli. Helmingur hans var fylltur
með snjó eða ís á vetrum, í hinum endanum voru