Búnaðarrit - 01.01.1936, Side 207
BÚNAÐARRIT
197
En í þaranum eru þessar tölur hærri.
Gei'i maður dýrunum mikið af þangi og þara, þarf
að fjarlægja ýms efni, sem eru í þörunum, til þess að
fóðrið komi að tilætluðum notum, annars fá dýrin
of mikið af joði og ýmsum söltum, sem eru skaðleg
lyrir þau, og til að fjarlægja þessi efni er bezta ráðið,
að dýfa þaranum ofan í vatn, lielzt heitt, og þar sem
svo hagar til að heitir hverir eru við sjó, myndi maður
með hagnaði geta þurrkað og malað þarann til fóður-
nijöls.
Að mala þarann hefir sérstaka þýðingu, ef menn
vildu senda hann út um sveitirnar. Það er ágætis fóður
sem ég sjálfur hefi reynslu fyrir. En að mala þarann
hefir sem sagt mesta þýðingu vegna flutningsins. Sveit-
ir, sem eiga skammt að sjó, þurfa ekki að mala hann.
Tæki til mölunar eru eftir því, hvað menn vilja leggja
i þann kostnað.
Svo sný ég mér að þaranum sem áburði. Hann hefir
lengi verið notaður á þann hátt og gefst það vel yfir-
leitt, en þó vantar þarann sérstaklega fosfórsýru, og
við kartöflurækt er það injög áríðandi, að það efni
sé í jörðinni. En annars notast þarinn vel sem blöndun
saman við húsdýraáburð. Einnig hefir gefizt vel að
aka þaranum beint úr fjörunni á tún og akra. Við
kornrækt er þari ágætur áburður og hefi ég í 2 ár
notað þann áburð og gefizt vel, en það er lietra að hafa
með nokkur kg. af köfnunarefni á hvern dekar. Yfir-
leilt er hægt að segja, að þari sé góður áburður, hann
eyðileggur mosa og illgresi, en þó því aðeins, að hann
sé ekki notaður of einhliða mörg ár á sama blettinn.
Um notagildi þarans sem áburðar er liægt að dæma
eftir því ,að samkvæmt rannsóknum þá hefir það
sýnt sig, að köfnunarefni og kalí í 1280 kg. af þara er
jafnmikið og í 3500 kg. af góðum húsdýraáburði.
Skal ég því næst minnast lílið eilt á þarabrennslu,
sem orðin er töluvert gömul atvinnugrein t. d. í Noregi