Búnaðarrit - 01.01.1936, Side 147
B Ú N A Ð A R R IT
137
part úr sýslusjóðum, hreppssjóðum, frá Búnaðarsam-
böndum og víðar að, á móti ríkissjóðs tillaginu.
Ólafsdalsféð er allt kollótt, og líkt Svanhólsfénu,
enda mun hvorttveggja verða að teljast til Kleyfafjár-
ins, að svo miklu leyti, sem hægt er að kalla það sér-
stakan stofn innan íslenzka fjárins.
Skýrsla um Ólafsdalsféð litur þannig út:
Ár .!• rtaln l.ithmli þi Hnusl »«1 Vor Lif. lmbþ. pr. á Fóðui: í löðuein.
1ÍI28—2!) .... 30 58,9 56,9 46,9 óvíst
l!)2í)—30 .... 30 61,5 58,3 44,5 100
1930—31 .... 31 55,2 57,3 38,8 139
1931—32 .... 28 63,3 64,3 47,5 210
1932—33 .... 29 59,3 58,2 41,7 óvist
1933—34 .... 30 62,2 61,9 44,5 200
1934—35 .... 29 59,9 59,4 51,1 189
Frá Ólafsdal hefir verið selt mikið af kynbótafé og
víða um. Borið hefir á því að þar kæmi fyrir að hrút-
ar yrðu ófrjóir, og ætti ekki að selja þaðan lambhrúta,
sem ekki hafa verið reyndir hvað frjósemi snertir.
I>etta samandregna yfirlit yfir biiin, ætlast ég til að
gei'i mönnum liugmynd um, hvernig þau eru. Menn
geta svo borið saman við le sitt, og séð hvert er arð-
samara. lig ætlast líka til að það komi fram af þessu
yfirliti uin búin, að mark það, sem ég setti, og sagði
að menn gætu náð, það að fá 20—25 kg. af dilkakjöti
eftir ána, er vel framkvæmanlegt. Það mun meðaltal
nú að fá 40% af kjöti, miðað við lifandi þunga. Til er
allt upp í 50 og niður í 35, og fer það annarsvegar eftir
því, hve dilkurinn er feitur, og svo hinu hvernig hann
er byggður.
Gerðum við öllum búunum hér jafnt undir höfði, og
segðum að dilkar þeirra hefðu 40% kjöt af lifundi
þunganum, þá hel'ðu búin sem hér segir: