Búnaðarrit - 01.01.1936, Blaðsíða 222
'212
BÚNAÐARRIT
unni. Einnig sýnir það sig, að sé lítið joð í öskunni,
þá er það eins með kaliið, það hefir að miklum mun
horfið, og er þess vegna áríðandi að gæta allrar var-
úðar.
En þegar menn venjast við störf þessi þá gengur þetta
ullt miklu liðlegar og betur, er reynslan og æfingin þar
heztur kennari.
Um þarabrennsluna annars er það að segja, að hér
er átt við brennslu úti, undir heru lofti. Getur það vel
verið haganlegt, þar sem mikill þari cr, að hyggja skýli
yfir hlóðirnar, og verður hver að gera það, sem hann
álítur henta bezt.
Læt ég svo staðar númið um þarabrennslu, og vona
ég að þessar línur gætu orðið til þess, að menn atlnig-
uðu möguleika þá, sem ég álít að þaraaskan hafi hér
á landi sem kalíáburður og útflutningsvara.
í byrjun greinar þessarar var minnst á fjörugrösin
Chondrus Crispus og Gigartina mamilosa. Eg skal ein-
ungis geta þess, að samkvæmt verzlunarskýrslum
Frakka flytja þeir árlega út fyrir % milljón kr. af
grösum þessum.
Annars skal ég benda öllum, sem vilja athuga um
fjörugrös þessi, á, að þeir fá bezta visneskju um mál
þetta í tímaritinu Náttúrufræðingurinn VI. árg. 1936,
I. hefti, er þar mjög fróðleg grein eftir ritstjórann.
Það væri hægt að nefna margar iðnaðargreinar, sein
þari er notaður til. Skal aðeins drepið á fá atriði. Þari
er allmikið notaður í meðöl, og hefir verið það öldum
sarnan, en virðist nú aukast árlega. Einnig eru í Amc-
ríku stórar verksmiðjur, sem frainleiða ýmsar í'æðu-
tegundir úr þara, og fer framleiðsla sú aðallega til
Kína, en annars nota Kínverjar þeir, sem búsettir eru
í Ameríku, mikið al’ þessu. Kínverjar og Japanir nota
mikið af þangi til matar, og telja þeir það ómissandi.
Þó er engin þjóð, sem ég veit um, nema Japanir, sem
rækta sjávarjurtir, en það gera þeir. Eru reknir staur-