Búnaðarrit - 01.01.1936, Blaðsíða 153
B U N A J) A R R I T
143
inni, en nú þoldu menn meira. Frostaveturinn 1880—
1881 og mislingasumarið 1882 eru öllum, sem þá voru
uppkomnir, sérstaklega minnisstæð. Svo komu aftur
2 verstu úrin, 188(5—1887, og mikil ísaár. Vér Islend-
ingar liöfum aldrei þolað tvö afarhörð ár í röð, enda
kemur það sjaldan fyrir. En nú fengu menn að reyna
þetta tvisvar á sama áratungnum. Er það trú mín, að
menn séu ekki enn hér á landi viðbúnir slíku árferði.
Fjárhöld voru oftar mjög slæm þennan áratug; fágætt
mun það hafa verið, að lamb fylgdi hverri á hjá nokkr-
um liónda. En tvívegis var stórfellir á sauðfé og grip-
um, og auk þess stórskaðar í ofviðrum að vetri og
vori. Fjárfækkun og gripa varð allmikil þennan ára-
tug, enda varð eigi hjá því komizt í slíku árferði sem
bændur áttu við að búa. Næsli áratugur og sá síðasti
af öldinni var miklu jafnari að veðuráttu, en engin
góðár. Þrjú ísaár í röð, 189(5, 1897 og 1898, og oi'tar ís
við land, enda ílest vorin köld. Enginn fjárfellir eða
gripa hefir verið talinn þetta árabil. Enda fjölgaði
töluvert íenaði og gripum. Á þessum áratugum ásólti
sauðpening vorn bæði fjárkláðinn og bráðafárið. Gerði
hvorttveggja allmikið tjón. Fjárkláðinn mun eigi hafa
teljandi drepið fé né skorið niður af hans völdum, en
afurðatjón allmikið sumstaðar og kostnaður mikill við
útrýmingartilraunir, sem gaf litinn árangur, þar til
fenginn var norskur læknir, Miklestad að nafni, er talið
var að ráðið hefði niðurlögum hans litlu eftir alda-
mótin. Þó svo reyndist ekki, hefir kláðinn ekki gert
mikinn skaða síðan og reynst tiltölulega létt að halda
honum í skefjum. — Bráðapestin mun hafa verið land-
læg hér frá því um .miðja 19. öld, eða máske miklu
fyrr, en hún ágerðist og útbreiddist þegar leið á öld-
ina og varð sumstaðar að háskalegri drepsótt. Árið
1894 geysaði pestin um Árnessýslu og Borgarfjörð og
drap um 10 þús. fjár. Árið eftir kom hér að tilhlutun
stjórnarinnar annar norskur dýralæknir, .1. Brueland,