Búnaðarrit - 01.01.1936, Page 137
BÚNAÐARRIT
127
hve við erura stutt á leið komnir með að kynbæta
féð og fá upp hreina stofna, þá er alveg sérstaklega
raikið um ýmiskonar galla í fé okkar, sem löngu eru
horfnir úr ræktunarfjárkynjum annara þjóða. Hér
er því um óvenjugott efni að ræða, til að gera rann-
sólcnir á. Því miður hefi ég elcki getað sint þeim
nema lítið, enda fram að þessu vantað skilning á því
hjá fjöldanum, og jafnvel hjá leiðandi mönnum að
þess væri þörf. Rannsóknir hér að lútandi kosta mikið
fé, því þær verða ekki gerðar nema með því að sá
fjáreigandi, sem þær eru gerðar hjá, líði við þær
meira eða minna tjón. Því þarf sá, sem fyrir slíkum
rannsóknum stendur, að fá að verja 4000 til 6000
krónum árlega, til að geta bætt skaða sem af þeim
leiðir, og það vildi ég, að þeim yrði gert mögulegt að
gera, sem eftir mig tekur við starfinu.
Til þess að menn skilji sem hezt, hvað ég hér á við,
skal ég taka dæmi. Bóndi snýr sér til mín og leitar
ráða um það, hvernig hann eigi að fara að, til þess
að losna við það, að kringum helmingurinn af dilk-
skrokkunum sinum verði kastað frá í sláturhúsinu,
af því að fitan í þeim sé gul á litinn. Það sem þá þyrfti
að gera er að skipuleggja fjárræktina hjá honum,
þann veg, að hægt væri að sanna af hverju guli litur-
inn kæmi. Það má, en með Jjví á hann víst að fá
marga gula skrokka áfram næstu ár„ og þann skaða,
sem hann þannig yrði fyrir, þarf að vera hægt að hæta
honum. Til Jiess hefi ég ekki haft aðstöðu. Ég hefi
því orðið að t’ara hina leiðina, að ráða mönnum að
fara leiðir, sem losuðu J)á við gula litinn al' fitunni,
án J>ess að uppræta hann úr stofninum, og án Jæss
að geta fengið beina sönnun uin J)að, hvernig á hon-
um stæði.
En með athugunum bæði á honum og' öðrum göll-
um, sem ég hefi komizt í færi við, hefi ég J)ó getað
dregið ályktanir um, hvernig ýmsum af göllum þeim,