Búnaðarrit - 01.01.1936, Side 177
B t' N A Ð A R R I T
1 ()7
sumum seint ganga, enda hafa enn í dag ekki komið
íikvegir frá öllum minni kauptúnum landsins, um
sveitir, er að liggja, enda snúist meira að öðru í vega-
málum i seinni tíð. En þó var svo komið 191(5, að ak-
Tegir lágu um flestar fjölmennari sveitir og héruð
landsins. Þar með fylgdi að sjálfsögðu sú breyting,
að l'arið var að flytja kaupstaðarvöruna á vögnum
<>g kerrum. Þar með létt mestu þrekraun íslenzkra
bænda, að flytja allt á hestahryggjum í og úr kaup-
stað, yfir vegleysur og illfærar ár. Eigi urðu stór-
felldar breytingar í byggingum og híbýlaháttum
bænda almennt þennan tíma. Timburhús og stein-
steypu risu upp, eitt og eitl hjá hinum stærri hænd-
um, flest með járnþaki. Voru þau mörg frernur illa
]>yggð og köld. Vantaði <">11 nútíma þægindi. Tiltölu-
lega meiri framför mun hafa verið, er snerti fjár-
hús og gripa með heyhlöðum. Menn fóru að byggja
þeir sem gátu stór og rúmgóð fjárhús og gripa,
og byrjað var að byggja stórar heyhlöður. En þó hefir
^ið þessu verið unnið mest síðasta áratug.
Búpeningssýningar byrjuðu fyrir aldamót. En á
þessari öld breyttust þær aðallega í hrossa og hrúta-
sýningar; þeim seinni haldið áfram að þessu. Fyrsta
hrossaræktunarfélagið reis upp 1904, en 1917 voru
þau orðin <S. Fjárræktarfélag var risið á legg í Þing-
eyjarsýslu fyrir aldamót; 1917 orðin 9 alls. Fyrsta
nautgriparæktarfélagið var stofnað 1903. A stríðsár-
unum voru þau orðin allt að 30. Eftir að skilvélar
komu til, var farið að flytja vandað smér til Reykja-
víkur og fleiri kaupstaða, aðalega úr Þingeyjarsýslu.
En hændum nægði cigi sá markaður. Tók þá Kaup-
félag Þingeyinga það ráð, að senda sauðasmér frá
nokkrum góðum heimilum til Englands. Heppnaðist
sú tilraun fram yfir vonir; var ekki fundið að smér-
inu, svo ég muni, þrátt fyrir, að það átti að keppa
við hið fræga danska smér, en sennilega hefir íslenzkt