Búnaðarrit - 01.01.1936, Qupperneq 226
BÚ N AÐ ARRIT
21(5
Var þá enn lagt að Guðna Jónssyni að skerast ekki
úr leik í þessu máli, svo að eigi þyrfti að reka að því,
að iandið yrði tekið eignarnámi. Lét hann þá loks til-
leiðast „fyrir sitt leyti“, ef sameignarmenn hans
fengist til að ganga að þeim kostuin, sem í boði
voru.
Eftir ósk hr. Gunnlaugs Kristmundssonar, sand-
græðslustjóra, var aftur haldinn fundur í þessu máli,
á sáma stað og i'yrr, hinn 16. júní s. á. Allir, 5 hrepps-
nefndarmenn mættir, og auk þeirra þeir 3 innansveit-
arjarðeigendur, sem hlut áttu að þessu sandgræðslu-
máli. I fundargerð þessa fundar stendur meðal ann-
ars þetta: „Endurnýjaði hreppsnefndin það tilboð
sitt, að veita hlutaðeigenduin nefndra jarða ábyrgð
sína gagnvart sandgræðslunni, og 500 kr. styrk þeim
til léttis i að standa henni skil á % kostnaðar, ef
þeir gengist undir þær kvaðir, sem sandgræðslan
heimtar og verkið verði framkvæmt á þessu sumri“'
(shr. áðurnefnda fundargerð 14. f. m.).
Það kom ekki til orða, hvorki t'yrr né síðar, á þess-
um fundum, að veita þennan styrk öðrum cn bænd-
unum, sem hlut áttu að ináli. Þcir voru sá aðilinn
inálsins, sem sýndi tregðu og mótspyrnu gegn fram-
gangi þess. Sést það hezt á því, að þeim er heitinn
500 kr. styrkur til sandgræðslufyrirtækisins, en þeir
hafna honum og vilja ekkert við málið eiga. En sand-
(jræðslustjórnin, annar aðili málsins, lét ekki á því
standa að hrinda málinu í framkvæmd. Það var hún,
sem knúði hreppsnefndina til að halda fundi til þess
að knýja það áfram. Hreppsnefndin gerði líka allt,
sem henni hugkvæmdist til þess, og að síðustu, þegar
allt, sem hún reyndi, hafði brugðist, veitti.hún sand-
græðslustjórninni þann bakhjarl, að skora á hana, að
láta taka umrædda landspildu eignarnámi.
Allt þetta, sem að framan er sagt, veit hr. G,unn-
laugur Kristmundsson að cr satt, því að honum hefir