Búnaðarrit - 01.01.1936, Side 90
BÚNAÐARRIT
RO
óbrigðult meðal, að hann dugði aldi’ei, þegar nxest á
reyndi.
Hve sterk triiin var, sést á hinni brezku heimskauts-
för Sir George Nai’es. Þegar hann kom aftur heim til
Englands 1876 eftir hálft annað ái', sagði hann frá
miklum veikindum af skyrhjúg, nokkrir höfðu dáið
og af þeim sökum hafði fyrirætlun hans að nokkru
leyti mistekizt. Að hans dómi mundi nýtt kjöt hafa
bjargað mönnum hans. En læknarnir gleymdu brátt
þeim áhrifum, sem Nares kann að hafa haft, eins og
vér munum sjá, þegar vér lítum á ráðin, sem þeir gáfu
Scott síðar. Þeir virðast hafa sætt sig við hinar gömlu
kenningar, með því að gera ráð fyrir hinu og þessu:
að gulaldinsafinn á norðurför Nares ltynni að hafa
verið of sýrulítill; að sumir af sjúklingunum hafi ekki
tekið eins mikið og þurfti af honum, og að það væri ef
til vill til ofmikils ætlazt, að jafnvel þessi dásamlegi safi
gæti hamlað upp á móti öllu því, sem (að skoðun þeirra
tíma) studdi að því, að menn fengju skyrbjúg — skort-
ur á sólarljósi, vond loftræsting, skortur á skemmt-
unum og hreyfingu, ónógt hreinlæti.
Sérstaklega vegna þess, að lælcnanefndin, sem rann-
sakaði Naresförina, hafði lokið máli sínu með því að
minnast á lireinlæti og „nútíðar hollustuhætti" skyldu
menn ætla, að læknunum liefði heldur en ekki linykkl
við, er þeir lásu um það, hvernig Nansen og Jóhansen
liöfðu vetursetu á Franz Josefs eyjum (nú Nansens
land) 1895—96. Þeir höfðu lifað í kofa úr grjóti og
rostungshúð. Loftræstingin var slæm, til að spara elds-
neyti; það rauk úr eldinum, svo að loftið spilltist líka
við það; þar var enginn geisli af dagsljósi mánuðum
saman; þennan tíma var sem þeir lægju í híði, gengu
sjaldan út og hreyfðu sig eins lítið og minst mátti verða.
Þó höfðu þeir ágæta heilsu allan veturinn og komu út
úr vetrarsetu sinni í eins góðu líkamsástandi og nokk-
ur maður hefir nokkurtíma vcrið í eftir vetrarsetu í