Búnaðarrit - 01.01.1936, Síða 126
11<)
BUNAÐAHH1T
yrði fyrir því að þau verði vsen að haustinu. Og það
á að kappkosta að fá sem flestar ær tvilembdar. Með
þessu er eins hægt að fá 20 til 25 kg. af kjöti eftir
meðalána, og nú fást 11. Tilkostnaðurinn vex að vísu,
en ekki að saina skapi og arðurinn. Og þó skiptir
kannski mestu í þessu máli, að með því að hugsa sér
á hver ju hausti að fóðra þannig, og búa sig undir það,
þá er ásetningurinn viss, og arðurinn tryggur hvern-
ig sem vetur verður, en með þvi að hugsa sér að fóðra
þannig að féð „gangi fram“ og húa sig undir það, þá er
allt i hers höndum ef út af ber. Þá koma vanhöldin,
og þá kemur fóðurleysið. þá kemur hordauðinn, og
fyrir honum þolir vart nokkur bóndi að verða, nema
líða fjárhagslegt hrun.
líg hefi oft áður bent á vanhöldin, og að mér þættu
þau mikil. Mér hefir verið legið á hálsi fyrir þetta.
Sumum hefir þótt það ónot í garð bændanna, að ég
skyldi minnast á þetta, en mín skoðun er sú, að það sé
hverjum fyrir beztu að sjá sannleikann eins og hann
er, hvort sein hann er beizkur eða ekki, og að það sé
eina hugsanlega leiðin, til þess að vanhöldin minnki,
að átla sig vel á þeim og orsökunum til þeirra.
Vorið 1934 voru framtaldar í landinu um 550000
ær. Haustið 1934 koma lil slátrunar um 410000 dilkar
og reikna ég þá með því að hvert heimili í sveit liafi
lagt lil heimilisins 10 dilka sem vitanlega er alltof
hátt. Nú vita allir að margt af ám er tvílembdt. Suin-
staðar er það sem næst 10% og það er það minnsta,
en víða er það Vá og upp í % sumstaðar við sjóinn.
Það er því áreiðanlega ekki of í lagt þó ætlað sé, að af
550 þúsund ám, hafi 50 þúsund verið tvíleinbdar. Það
mátti því eiga von á milli 600 og 700 þúsund lömh-
um haustið 1934. Tæp 100 þúsund eru sett á og liðug-
um 400 þúsundum er lógað. Hvað verður af hinum?
Finnst mönnum, sem atliuga þessar tölur hér, ekki
vera ura vanhöld að ræða? Mér svnist að hér muni um