Búnaðarrit - 01.01.1936, Qupperneq 164
B Ú N A Ð A R R I T
1 54
sýnir, þó ekki verði dregin af henni vísitala verzlunar-
innar, — að verzlun þessara kreppuára 5 við útlönd,
er alls ekki eins og af er látið, fram úr hófi óhag-
stæð. Kjötverð er enn nokkru hærra en það var nokk-
urt ár frá 1880—1914. Verð ullar er að vísu tiltölu-
lega lægra, — en það var brjálæði stríðsáranna er
skapaði það liáa verð, strax i stríðsbyrjun. Séu teknar
tvær aðal-innflutningsvörur vorar: rúgmél og sykur,
er verðfall þeirra meira, en á keti, ull og gærum. Ann-
ars er skýrsla þessi svo ljós og einföld, það sem hún
nær, að hún leiðir engan á villigötur. — En mörgum
mun ef til vill sýnast, að hún nái skammt og sanni
lílið, hún nefni of fátt af aðfluttum vörum, t. d. vanti
byggingarefni og margt fleira, en þó hægt hefði verið
— sem ekki var unnt -— að hafa þær með, hygg ég
að þær vörur hefðu ekki neitt verulega raskað hlut-
föllunum. Eg vil nú draga þá ályktun af þessum
skýrslum, að verzlunin þessi fimm ár síðustu, til 1934,
sem nefnd eru kreppuár, séu litlu eða engu lakari
verzlunarár, en fyrsti áratugur aldarinnar. — Þessi
mynd er hér hefir sýnd verið, ætti þó að sanna meira
en staðlaus óp um þessa hluti, er gerir margan bónda
hugstola.
Mér er vel ljóst, að viðskiftakjör landbóndans eru
ekki nærri öll sýnd með þessu. Næst liggur að sýna
kaupgjald þaö, er hann hefir orðið að greiða eða þá
vinnu, sem hann hefir orðið að kaupa beint og ó-
beint. Æskilegt hefði verið, að geta gert því sömu skil
og verzluninni. Geta tilgreint kaupgjald, bæði karla
og kvenna er gilti um hvert ákveðið tímabil, a. m. k.
miðað við ársvist. Síðan hún hvarf að mestu er það
enn erfiðara. Erfiðleikinn er samt mestur sá, að kaup-
gjald var hér á landi mjög mismunandi og jafnvel i
sömu sveit, og kaupgjald greitt með ýmsu móti. Iíg
mun samt gera tilraun mcð að slá föstu kaupgjaldi á
ýmsum tímum hér á landi, miðað við ársvist, og bónd-