Búnaðarrit - 01.01.1936, Blaðsíða 62
BUNAÐARRIT
52
Slíkt hið saina á við uin kjöt t. d. á Englandi, þar
sem það er algengt, að aðallinn og heldra fólkið vilji,
að farið sé að slá svo mikið í villibráð og fasana, að
flestir menn úr MiÖvestur-Ameríku eða jafnvel Eng-
lendingar úr lœgri stéttunum mundu kalla það úldið.
Eg vissi auðvitað, að þó að það þyki sæma að eta
stækar mjólkurafurðir og villibráð, sem farið er að
slá i, þá sæmir það mjög illa að eta úldinn fisk. Eg
þekkti líka þá alþýðutrú, að líkeitur kynni að vera i
úldnum fiski og kjöti því, er almenningur etur; en
mér fannst það ósennilegt, að stéttvísi næði svo langt,
að likeitur sneiddi hjá heldri manna mat, en ásækti
mat almennings.
Þessar hugleiðingar mínar enduðu á spurningu:
Ef það er nálega menningarmark, að geta etið sterka
osta með hýrri há og miður þefjaða fugla með beztu
lyst, hví skyldi það þá votta vondan smekk að þykja
úldinn fiskur góður? Hervæddu’- þessari heimspeki
smakkaði eg einn dag úldinn fisk, þó að inér byði
heldur við honum, og el' eg man rétt, þótti mér hann
betri en Camembert-ostur, er eg smakkaði hann í
fyrsta sinn. Næstu vikurnar fór mér að þykja úldinn
fiskur góður.
Svo sem fjórða mánuðinn af fyrsta velri mínum
með Eskimóum hlakkaði eg til hverrar máltíðar (hvorl
sem luin var úldin eða fersk), naut hennar og leið
vel á eftir. Þó hugsaði eg enn þá, að soðinn fiskur
mundi smakkast mér betur, ef eg aðeins hefði salt.
Eg hafði þjáðst af þessum skorti, frá þvi eg fyrst
kom til Eskimóa. Einn af fyrstu dögunum hafði eg
eins og hugkvæmur skáti afráðið að gera mér sjálfur
salt og hafði soðið sjóvatn, þangað til ekki var eftir
annað en dreggjar af móleitu dufti. Ef eg hefði mun-
að eins vel byrjunaratriði efnafræðinnar og eg mundi
bækurnar um skipreika æfintýramenn, þá het'ði eg
vitað fyrir fram, að í sjónum eru fjölmörg efni önnur