Búnaðarrit - 01.01.1936, Blaðsíða 134
124
BÚNAÐARRIT
betur fer er hún ekki víða, en þeir sem verða fyrir því
óhappi að fá hana i fé sitt, mega eiga vanhöldin vis.
Lungnabólgu má mjög oft draga úr með hólusetn-
ingu, en eklti verður það gert með allar tegundir
lungnabólgu, og enn er óþekkt hvernig stöðvuð verður
eða hætt veiki, eins og faraldur sá, sem nú er i upp
Borgarfirði og V.-Húnavatnssýslu.
Loks koma svo vanhöldin sem stafa af misjafnri
hirðingu og fóðrun. Þau má flest eða öll fyrirbyggja
að meiru eða minna leyti. Hrútar þuri'a ekki að drep-
ast úr vatnssótt, sé þeim gefið salt með heyinu o. s.
frv. Unglamhadauðinn er kannski einna erfiðastur.
Lömb drepast oft úr því sem almenningur kallar
mjólkurveiki eða hjartveiki. Trúlegast er þar um sjúk-
dóm að ræða, sem fyrirbyggja má með bólusetningu,
og líklega líður ekki langt áður en hægt verður að
segja mönnum nánar um það.
Að öllu þessu athuguðu, vil ég segja það, að mjög
mikinn hluta af þeim vanhöldum, sem nú gera mesl
skakkaföll i fjárstofninum, má fyrirbyggja að meira
pða minna leyti, með betri fóðrun, bættri hirðingu, og
með þvi að nota þau ineðul, sem kunn eru og að haldi
koma móti sjúkdómunum, sem vanhöldunum valda.
Vanhöldin eiga því að geta minnkað, og í vor er leið og
vetur eru þau það minnst, sem þau hafa verið um
margra ára skeið.
Eg tók upp þá nýbreytni, að vega hrútana, sem
sýndir voru, og mæla þá. Þetta þóttu einstaka manni
fyrrur, og sérviska af mér, en vegna þessa get ég nú
sagt hvernig meðalhrúturinn var í báðum umferðun-
um, og því séð hvert og hvernig hann hefir breytzt á
þeim fjóram árum, sem liðu inilli sýninganna.
Eftirfarandi tafla sýnir þetta: