Búnaðarrit - 01.01.1936, Side 238
228
BÚNAÐARRIT
ai' lánum Byggingar- og landnáiíissjóðs kr. 337.00.
En meðaltalsárgjöld af lánum síðustu ára ca. kr.
284,00. Ef þessi síðastnefndu lánin hefðu verið tekin
í ræktunarsjóði til 35 ára hefði meðaltalsárgjaldið af
þeim orðið kr. 347.00, eða 63 kr. hærra. Árgjöld þau,
cr hér hafa verið talin, eru að vísu engar stórar upp-
hæðir og ekki ástæða til að láta sér vaxa þær í aug-
um, ef bændur hefðu verið skuldlausir fyrir, en því
miður er ekki því að heilsa. Fjárhagsafkoma fjölda
bænda, eins og annara framleiðenda, hefir verið svo
bágborin síðustu árin, að til vandræða horfir. Reynsl-
an hefir því orðið á þá leið, að árgjöldin til Bygging-
ar- og landnámssjóðs hafa reynst allmörgum bænd-
um ol'urefli.
Af þessu hefir leitt, að allháværar raddir hafa látið
til sín heyra um það, að ekki sé til þess hugsandi
fyrir allan þorra bænda að byggja varanlegar bygg-
ingar á jörðum sínum. Þessar og þvílíkar svartsýnis-
kenningar telur nefndin álíka öfgar og bjartsýnið um
og fyrir 1930, er taldi bændum flesta vegi færa í þess-
um efnum. Þessa skoðun byggir nefndin meðal ann-
ars á þeirri reynslu, sem fengizt hefir af byggingum
Byggingar- og landnámssjóðs. Síðan byrjað var á
þeim byggingum hefir orðið talsverð breyting, er hníg-
ur í þá átt, að gera húsin smærri og ódýrari fyrir
bændur. Ennþá er þetta á tilraunastigi og engin á-
stæða til að efast um að enn sé margt ólært í þeim
efnum.
I öðru lagi er það tæplega hugsanlegt, að eklcert
verði gert á næstu árum til þess að réttlátari hlut-
föll fáist milli tilkostnaðar og afurðaverðs, svo bú-
rekstur bænda geti borið sig fjárhagslega;
Nefndin telur því ástæðulaust, að bændur hverfi frá
því markmiði, að reisa sér góð og varanleg íbúðar-
hús. Vegna örðugleikanna, sem nú standa yfir, verð-
ur að leggja aðalkappið á það að leita að nýjum og