Búnaðarrit - 01.01.1936, Blaðsíða 93
BUNAÐARRIT
83
landsins við snðurheiinskautið, tóku scr þar vetrar-
stöð og urðu þess vísir, að þeir höfðu ekki nærri
nægan mat til vetrarins, og ekki höfðu þeir haft sömu
fyrirhyggju og Scott, að afla sér á Nýja Sjálandi
l)irgða af ávöxtum og öðrum meðulum gegn skyrbjúgi.
Þeir voru í samanhurði við Scott trassar um hrein-
læti, hreyfingu og margar algengar heilbrigðisreglur.
Það, sem máli skiptir, er, að menn Scotts höfðu
gnægar birgðir af ávaxtamauki, glómauki, grænmeti,
aldinum, kornmat, káruðu og niðursoðnu kjöti, og
kærðu sig því lítið um að bæta selum og mörgæsum
við fæði sitt. Það var hvorki vizka Shackletons né
hlýðni við góð ráð, heldur bláber nauðsyn, er rak til
þess að eta svo mikið af sel og mörgæsum, að Dr.
Alister Forhes Mackay, læknir frá Edinaborg, sem
var með í Shackletonsleiðangrinum og síðar læknir
á skipi minu Iiarlu.k, sagði mér, að hann gerði ráð
fyrir, að helmingurinn af fæði þeirra, meðan þeir
dvöldu þar syðra, hefði verið nýtt kjöt.
Þrátt fyrir óvarkárnina (eða raunar vegna óvar-
kárninnar) var lieilsufarið yfixdeitt betra hjá Shacltle-
ton en Scott. Aldrei var neinn vottur af skyrbjúg;
lxver maður hélt fullum þrótti, og þeir unnu þá um
vorið það, sem flestir dómbærir menn telja inesta
líkaxnlegt afrek, sem unnið hefir verið í suðurheim-
skautslöndum. Með því að láta menn draga sleðana
allmikinn hluta af veginum, komust þeir á 80° 23'
suðui’bi’eiddar, svo að raunar sá til heimskautsins.
Scott hyrjaði aðra háskaför sína eins og hann hafði
byrjað hina fyrri, með því að leita ráða brezkra lækna
um varnir gegn skyrbjxig, og fékk hjá þeim einu sinni
enn hið gamla góða ráð um gulaldinsafa, ávexti og
annað. í vetursetunni treysti hann al'tur þessu ráði
og stöðugu lækniseftirliti, hnitmiðuðu og vel fjöl-
breyttu mataræði, ýmsum vísindalegum prófum til
að finna heilsufar mannanna, hreyfingu, hreinu lofti,