Búnaðarrit - 01.01.1936, Qupperneq 138
128
B Ú N A Ð A R R I T
sem þektir eru í lé okkar, erfast. Þessar ályktanir
eru hygðar á missterkum líkum. Sumstaðar hafa ær-
bækur verið það góðar að líkurnar eru mjög sterkar.
Svo er t. d. um gula litinn á fitunni. Ég sé að í nýjustu
fræðibókum erlendum um það el'ni, er talið að þetta
sé sannað af mér á okkar fé, og sýnir það að líkurnar
þykja sterkar. Af göllum, sem ég hefi haft með að
gera ,og meira eða minna geta skapað mér skoðun
um hvernig erfist, skal ég nefna þessa: Lömbin i'æð-
ast máttlaus, kemur fram þegar lambið fær hann l'rá
báðum foreldrum, en sést ekki fái það hann bara frá
öðru. Að lömbin fæðast blind, sem erfist á sama hátt.
Að lömbin hætta að ganga þegar kernur fram á sum-
arið, erfist á sama hátt. Guli liturinn á fitunni erfist
á sama hátt. Ófrjósemi í hrútum erfist kynsbundið.
Bagaðir eða snúnir fætur hjá lömbum erfist kyn-
bundið. Ærnar hafa eðli til að mjólka mjög lítið eða
ekkert, erfist sem miðlungur og sést ekki greinilega,
nema hann komi frá báðum foreldrum, en getur þá
verið svo áberandi, að ærnar fæði ekki hve feitar sem
þær eru o. fl. Um þessi efni hefi ég skrifað í tímaritið
„Nordisk Jordbrugsforskning", svo og mn fleira hér
að lútandi. Aðrir eiginleikar, sem rannsaka þarf, og
ég hefi átt nokkuð við, eru litir sauðfjárins, hvernig
fé fer úr ull, ferhyrnt o. fl., en aðstaða mín hefir
verið sú, að ég þefi að mcstu orðið að ráða af reynsl-
unni og ærbókum, sem aðrir hafa látið mér i té, og
því ekki getað unnið að þessu eins og skildi.
Nú vona ég, að á þessu verði breyting. Ég er að
vona að starf mitt á þessuin sviðum hafi undirbúið
jarðveginn, aukið skilning maiina á verkefninu, og
því verði hægra fyrir þann er við tekur, og getur gefið
sig óskiptur að sauðfjárræktinni, að vinna að þessu,
og fá til þess nægjanlegt fé, heldur en það var mér.
Sauðfjárræktarbúin hafa á þessum árum starfað
líkt og áður. Ég vildi láta þeim fjölga og hvert hafa