Búnaðarrit - 01.01.1936, Qupperneq 193
B Ú N A Ð A R R I T
18.Í
1000 kr. Því var safnað þannig, að hver félagi lét
vinna eitt dagsverk, sem var metið á kr. 2.50 fyrir 12
tírna vinnu. Þá greiddu félagar kr. 2.50 fyrir hvert
kúgildi sem þeir höfðu af mjólkurpfeningi (15 ær voru
taldar í kúgildinu). Á þennan hátt fengust þessar 1000
kr. En í sambandi við stofnun búsins kom og það til
sögunnar, að hver bóndi þurfti að útvega sér skilvindu,
því þær voru aðeins til á örfáum stöðum. Skilvind-
urnar kostuðu þá kr. 75—120. Miðað við kaupgetu
bænda á þeim tímum hafa því þetta orðið allmikil
útgjöld.
Auk stofnkostnaðar hefir félagið lagt fram nokkurt
fé til endurbóta bæði á húsi og vélum. Mest kostaði
mótorinn, um kr. 900. Frá byrjun lagði rjómabúið í
varasjóð. Hann hefir greitt öll þessi útgjöld og átt þó
á stundum álitlega l'úlgii í sjóði, t. d. 1915 um 2250 kr.
og nú um 800 kr.
Síðan 1924 hefir búið verið skuldlaust og átt ætíð
nokkuð af liandbæru fé auk eigna, húsa og áhalda.
Stjórn rjómabúsins er skipuð þrem mönnum. Einn
þeirra er l'ormaður, sem sér um aðal framkvæmdirnar.
Formenn stjórnarinnar hafa verið:
Ólafur Árnason, kaupmaður, Stokkseyri, 1904—1906.
Einar Pálsson, prestur, Gaulverjabæ, 1907—1908.
Jón Jónsson, Eoftsstöðum, 1909—1910.
Gísli Pálsson, Hoftúni, 1911—1930.
Ólafur Gunnarsson, Baugsstöðum, 1931—1934.
Sem meðstjórnendur hafa verið:
Gísli Pálsson, Hoftún, 1904—1910.
Einar Pálsson, prestur, Gaulverjabæ, 1904—1906.
Sigurður Einarsson, kaupmaður, 1907—1918.
Jason Steinþórsson, Vorsabæ, 1919—1930.
Magnús Hannesson, Hólum, 1931—1934.
Guðlaugur Jónsson, Hellum, 1931—1934.
Af stjórnarnefndarmönnum hefir Gísli Pálsson verið
lengst í stjórninni og innt mest starf af hendi. Hann