Búnaðarrit - 01.01.1936, Blaðsíða 119
BUNAÐARRIT
109
og til eru þeir, sem el<ki vita undan hvaða ám og
hrútum þau lömh eru, sem þeir láta lifa og verða að
framtíðarám.
Hcr þarf mikið að ávinnast enn. Allir fjáreigendur
œttu að vita um ætt fjárins og geta sagt, hvað hver ær
gefi af sér, og á þann hátt haft glöggan samanburð á
arðsemi þeirra hverrar um sig.
Nokkrir bændur hafa gert það fyrir sig og mig að
rannsaka, hvernig lömbin undan hrútunum reyndust,
og á þann hátt gert samanburð á hrútunum. Hefir
þá komið í ljós, að hrútar, sem líta mjög líkt út, gefa
oft mjög misvæn lömb. Mörg dæmi eru til þess, að
tveir hrútar, sem eftir ytra útliti að dæma eru eins,
get'a það ólík lömb, að önnur eru að meðaltali 20 til
25% vænni en hin. Hér er því til mikils að vinna.
Hvernig bóndinn á að öðru leyti að reyna að kyn-
bæta fé sitt skal ég lítið ko.ma inn á. Ég hefi áður
skrifað um það í Búnaðarritið, og vísa til þess, og
þess sem ég hefi sagt á sýningum, en ég skal þó geta
þess hér, að það hefir sýnt sig, við tilraunir manna
til þess, á þessum átta árum, að miklu fleiri huldir og
slæmir gallar eru til í fénu en ég hélt. Af þessu stafar
það, að færri geta farið inn á hreinrækt af sinum
eigin stofni en ég hélt, en það er langfljótasta og
visasla leiðin, til þess að fá samstæðan og góðan
stofn. Þeir, sem ekki geta farið þá leið, verða að
sætta sig við að eiga ósamstæðar ær, reyna að hæta
þær með aðkeyptum hrútum, en með því þurl'a þeir
aldrei að gera sér vonir um kynhreinan stofn, en geta
hinsvegar eignast góðar og afurðasamar ær, og haldið
þeim nokkuð við, með stöðugri aðgæzlu og stöðuj*-
um hrútakaupum.
Annað atriði, sem skiptir mjög miklu máli, er með-
ferðin og hirðingin. Hún ræður því alveg hvort hónd-
inn fær þann arð af fénu, er svarar til eðlis þess, eða