Búnaðarrit - 01.01.1936, Síða 68
f)N
BÚNAÐAHlíIT
cn hálfvegis húizl við, að þetta muni verða þrautin
þyngri fyrir sjálfa þá, eða mistakast. Sumir játa það
hreinskilnislega, að þeir geti ekki etið, en aðrir látast
hafa góða matarlyst og láta hund í lauini hjálpa sér
lil að losna við sinn skammt. Þegar verst gengur, en
það á helzt við um miðaldra menn og vanafasta, geta
þeir verið sama sem eða alveg án fæðu í tvo eða þrjá
daga. Vér höfðum enga vog, en eg hygg, að sumir hafi
létzt um tíu til tuttugu pund á þungu erfiði með tóman
maga. Þeir verða daprir og önugir, og eins og eg ritaði
einu sinni: Þeir fara að segja hver við annan og
stundum við mig orð, sem eg gel ekki haft eftir, um
það, hvað það hafi verið gáfulegt af þeim að fara í
þessa norðurför.
En eftir fáa daga fara jaínvel hinir vanaföstu að
nasla í selakjötinu; eftir nokkra daga til eru þeir
farnir að eta talsvert af því, þó að með andmælum sé,
og eftir þrjár eða fjórar vikur eta þeir vænar máltiðir,
þó að þeir séu enn að tala um, að þeir vildu glaðir
gefa sál sína eða hægri hönd fyrir þetta eða hitt. En
skrítið er það og el' til vill lærdómsríkt, að þá langar
oft í svínslær og egg eða ísalt nautakjöt, þegar þá,
kenningunni samkvæmt, ætti að langa i grænmeti og
aldin. Suma langar sérstaklega í súrkál, glóaldin-
safa eða því um líkt, en oftar eru það þó heitar kökur
og síróp, eða hrauð og smjör.
A snögga malarhreytingu má líta með tvennum
liætti - - hve erfitt það sé að venjast því, sem maður
þarf að eta, og hve hart það sé að vera án þeirra
hluta, sem maður er vanur og líkar vel við. Frá sið-
ara sjónarmiðinu virðist mér það lífeðlisfraðilega
merkilegt, að menn vora hefir þegar skorturinn kom
langað jafnt í hluti, sem taldir hal'a verið nauðsyn-
legir fyrir heilsuna, svo sein salt, í hluti sem taldir
eru náutnameðöl, svo sem tóhak, og í hluti, sem hevra
lil algengum mat, svo sem hrauð.