Búnaðarrit - 01.01.1936, Blaðsíða 149
B Ú N A Ð A U H 1 T
i ;s<)
svo eiga bændurnir innan deildarinnar, strax að haust-
inu að skifta því milli sín, og haga siðan tilhleyping-
um eftir því. Með þessu er enginn vafi, að bæði kæmi
betra kjöt á sumarmarkaðinn, og bændurnir hefðu
betri arð af honum og fjárbúum sínum. Sama á vitan-
lega að gera annarsstaðar, þar sem um sölu á sumar-
markað er að ræða. Og um það þarf að hugsa að lengja
sláturtíðina, bæði vegna sölu í landinu, og' eins vegna
sölu á kjötinu úr landi.
Nokkuð hefi ég unnið að því, að i'á rannsakað, hvort
ekl<i bæri að gelda hrútlömbin, sem ætluð eru til lóg-
unar. Þeim rannsóknum er ekki lokið, en það er sýnt
þegar, að geldingsskrokkarnir eru betri vara til sölu,
bæði í landi og úr, og það gæli því liaft áhrif i þá átt
að hækka verðið a. m. k. á freðkjötinu, sem selt er úr
landi. Hinsvegar er ekki enn víst hvort geldingarnir
verða léttari á lilóðvelli en hrútarnir, en allt virðist
benda á að svo sé ekki, og því sé rétt að gelda hrút-
lömbin að vorinu.
Á þessum árum hefir verið flutt til landsins enskt fé
og karakulfé. Hvorugt hefir heyrt undir mig. Enska
féð hefir Hallgrímur Þorbergsson séð alveg um lil
þessa. Reynslan liefir sýnt, að einblendingarnir eru
ofurlítið þyngri á kjöt og gæru, en okkar lömb, eða að
þeir liafa um 0,5 kg. meira kjöt. En skroklcar þeirra
eru betur lagaðir fyrir enskan freðkjötsmarkað, og
má ætla, að fyrir þá fáist allt að 5 aurum hærra verð
pr. kg. Af þessu, sem öllum mátti vera ljóst að yrði
aðalvinningurinn, hefir þó ekki enn fengizt neinn ágóði
i skaut bænda. Hrútunum hefir verið dreift yfir marg-
ar sýslur, og á hverri sláturhöfn fellur svo lítið til af
kynblendingsskrokkunum, að þeir verða ekki hafðir
sér við sölu i Englandi. Hér þarf að verða breyting á.
Það verður að hverl'a að því ráði, sem átli að hverfa
að strax í byrjun, að láta kynblendingana vera á svo
takmörkuðu svæði, að hægt sé að halda þeim sér við