Búnaðarrit - 01.01.1936, Blaðsíða 110
100
B 0 N A Ð A IIR I T
og eg sagði, að þessir eftirlifendur steinaldar væru
heilbrigðustu menn, sem eg hefi nolckurn tíma verið
með. Eg geri ráð fyrir, að þessi mannflokkur, frá
æsltu til elli, hafi til jafnaðar haft sömu heilsu og
jafnstór hópur manna á tvítugsaldri, t. d. stúdentar.
Hættan er sú, að menn treysti of mikið á eitt atriði
og álykti af þessari góðu heilsu, að þeir hljóti til
jafnaðar að verða gamlir. Að svo miklu leyti sem vér
getum um það sagt, þá hafa Eskimóar lifað að meðal-
tali að minnsta kosti tíu árum minna en vér, áður
en hvítir menn röskuðu lífeðlisjafnvægi og efnalegu
jafnvægi þeirra. Nú eru þeir að meðaltali enn skamm-
lifari; en það kemur að nokkru leyti af aðfluttum
sjúkdómum. Sé það nú rétt, að þótt kjötæturnar séu
til jafnaðar heilsugóðar, þá fylgi því ekki að sjálfsögðu
hár meðalaldur, kann skýringin að vera í líka átt. og
áður var vikið að, sem sé að mér fannst kjötátið í
New York vera l'jörgandi — eg var ötull og bjartsýnn
bæði vetur og sumar. Ef til vill má lita svo á, að kjöt
sé yfirleitt örvandi fæða í þeim skilningi, að efna-
brigðin gangi hraðar. Maður lifir þá hraðar, sem
merkir, að maður vex upp fljótt og verður snemma
gamall. Þctta staðfestist ef til vill af því, að Eski-
móakonur þroskast fljótt, sem eg hefi hingað til
haldið að kæmi af því, að þær eru nálega algerlega
varðveittar fyrir kulda —- þær lifa í hlýjum húsum
og klæða sig hlýlega, svo að líkaminn á sjaldan örð-
ugt með að halda hitajafnvægi við með lífsstörfunum.
Það getur verið, að það að kjötið örvar efnabrigðin
skýri að nokkru leyti bæði það, að Eskimóakonur eru
stundum öinrnur áður en þær eru tultugu og þriggja
ára, og að þær sýnast venjulega eins gamlar sextugar
og vorar konur áttræðar.
Menn geta því lifað á kjöti, ef þeir vilja; en það er
engin knýjandi nauðsyn til þess. Enn fremur er jurta-
fæða í eðli sinu ódýr. Maður fær margfalt meira nær-