Búnaðarrit - 01.01.1936, Side 122
112
B Ú N A Ð A R R I T
krónum. Með því að sleppa svo snemma, að ærin
ieggi verulega af fyrir burðinn, er lögð undirstaða að
því að lömbin verði rýr að haustinu. Þetta er gert
á tvennan hátt. Fyrst og fremst býst ærin ekki eins
vel til og fæðir lambið ekki eins vel og ella. Hafið
þið ekki að vorinu séð ær, þar sein lambið eða lömbin
hanga á spenunum á ánni, cn hún gengur bitandi á
meðan. Venjulega sjúga þau aftan frá, eru orðin svört
um hálsinn úr klofinu á ánni. Búinn að fá kryppu upp
úr hryggnum, og lifi þau lengi verða þau aflægi og
afturúrkreistingar. Ég hefi séð þetta víða, og það er
ljót sjón. Það eru æfinlega illa fóðraðar ær, sem þessi
lömb eru undir. Oft enda þau æfina með því að drep-
ast i hreti að vorinu, ærin verður geld, fær skitu og
flagnar úr ullinni.
Hve heimskuleg þessi meðferð er á ánum að vor-
inu sjá allir er þeir gera samanburð á ánni og kúnni.
Hverjum dettur í hug að gefa kúnni ekki til íyrir
burðinn? Hverjum dettur í hug að hafa hana þá í
hraðafleggingu? Þar sér maður sopann í fötunni, hjá
ánni sést hann ekki, en kemur fram í framförum
lambsins. Þess vegna gleyma bændurnir því oft, að
náttúran er hér söm við sig. Eigi móðirin að mjólka
eftir burðinn, þarf hún að eiga gott fyrir hann. Og'
eigi afkvæminu að fara fram, þarf það að hafa næga
mjólk. Hafi lambið hana ekki étur það ofan í sig
ull, sinu og annan óþverra og drepst af, eða bíður
hnekki, sem standa því fyrir þrifum.
En í sambandi við þetta er líka annað, sem menn
þurfa að athuga. Síðasta mánuðinn til 6 vikurnar,
sem ærin gengur með, tekur lambið út aðalþungann,
og það getur það því aðeins gert, að ærin hafi nægi-
legt fóður. Á þetta brestur oft þegar ánum er sleppt
of snennna. Lömbin fæðast því Iítil og létt, en það,
hvað þau eru þung þegar þau fæðast, ræður aftur injög
miklu um haustþyngdina. Ég hefi reynt að rannsaka