Búnaðarrit - 01.01.1936, Blaðsíða 67
BÚNAÐARRIT
57
ai'skaplega illa. Þeim virðist liðin reynsla sín benda á,
að eti maður það sama dag eftir dag, þá verði maður
leiður á því. í hugardjúpi þeirra leynist líka það, sem
þeir hafa lesið og heyrt um nauðsyn á íjölbreyttu
fæði. Þeir eru sérstaklega hræddir við að fá sjúkdóma
þá, er þeir hafa lieyrt, að kæmu af kjötáti, eða að
hindra mætti með grænmetisáti.
Á norðurvegum öfluðum vér fæðunnar með veiðum,
og um miðsvetrarleytið er ekki nógu bjart til að veiða.
Vér höl'um því með oss fró aðalstöðinni vistir til
nokkurra vikna, nógar til þess að fleyta oss þangað
til dagarnir eru orðnir langir. Þennan tíma á leiðinni
frá ströndinni kemur það fyrir, að vér drepum sel
eða hvitbjörn og etum kjöt þeirra með grænmeti voru.
Mönnum vorum likar það vel sem þáttur í blönduð-
um kosti, engu síður en nautalcjöt eða sauðakjöt.
Oss er ekki skammtað. Vér etum eins mikið og vér
höfum lyst á og ölum hundana eins mikið og vér telj-
um gott fyrir þá. Þegar ferðin gengur vel, etum vér
venjulega tvær stórar máltiðir á dag, morgun og kvöld,
en þegar vér erum veðurtepptir eða vök tefur ferð
vora, etum vér nokkrar máltíðir til að stytta stund-
irnar. Er vér höfum verið fjórar, sex eða átta vikur
á sjónum, eru allar birgðir vorar upp etnar. Vér reyn-
um ekki að geyma ögn af sælgæti til þess að eta með
selakjötinu og bjarnarkjötinu, því að reynslan hefir
sýnt, að það er ekki til annars en að æra upp i manni
löngunina.
Allt í einu höfum vér þá ekkert annað en sel að
eta. Þvi að þótt 10% af fæðu vorri á sjónum að meðal-
tali sé hvitabirnir, geta Jiðið mánuðir svo að vér sjá-
um ekki björn. Mennirnir taka drengilega til selsins;
þeir eru sjállboðaliðar, og livað sem á bjátar, ætla
þeir að bera sig karlmannlega. Þeir eta vænar mál-
tíðir einn eða tvo daga. Þá fer matarlystin að dofna,
og þeir komast að raun um það, sem þeir höfðu meir
L