Búnaðarrit - 01.01.1936, Blaðsíða 81
B U N A Ð A R R I T
71
húizt við hægari bilun, höfðu átt von á, að háskamerkin
kæmu löngu áður en 90 dagar væru liðnir. Hvað sem
því leið, kom Andersen stöðugt í spítalann, eftir að
hann fór þaðan, og eg hvenær sem eg var i bænum.
Eftir mínar þrjár vikur og Andersens þrettán vikur
og með þvi að gera stöðugt efnapróf á blóði okkar og
úrgangi, þegar við komum á spítalann til eftirlits,
þóttust læknarnir vissir um að verða þess vísir, ef við
brytum matregluna. Þeir höfðu enn frernur löngu
áður en þrettán vikurnar voru liðnar gengið úr skugga
um, að Andersen langaði ekkert í aldini eða aðra jurta-
fæðu og liafði þess vegna enga hvöt til að brjóta samn-
inginn.
Undir lok hins umsamda árs, hurfum við Andersen
aftur til Bellevue, til þess að láta rannsaka okkur
vandlega að lokum í nokkrar vikur á kjötkostinum
og síðan fyrstu vikurnar okkar á blönduðum kosti.
Þessi endalok tilraunarinnar gengu vel með mig, en
svo var ekki um Andersen.
Mitt mein var, eins og menn muna, að þeir tróðu
mig í hyrjun fullan af mögru kjöti og létu inig ekki fá
neina feiti. Hans örðugleikar eða eða minnsta kosti
óþægindi byrjuðu annan daginn eftir að liann hafði
lifað eitt ár á kjöti (25. janúar 1929), er þeir báðu
hann að eta alla þá fitu, er hann gæti, þangað til
hann velgdi við, og leyfðu honum ekki að hafa ineð
henni nema örlítinn bita af mögru, svo sem 45 grönnn
á dag. Við þennan kost héldu þeir honum eina viku,
svo að honum lá við velgju. Aðra vikuna fékk hann
eftir heilt ár fyrsta smekkinn af grænmeti, þrísoðið
kálhöfuð, er svaraði 35 grönnnum af kolvetnum á dag.
Þriðju vikuna slepptu þeir kálhöfðinu, en héldu hinu
háa hlutfalli fitunnar við magra kjölið.
Andersen segir, að þessar þrjár vikur hafi verið
eini erfiði hlutinn af tilrauninni. Er hann lítur nú
yfir það aftur, þá heldur hann, að ef hægt væri að