Búnaðarrit - 01.01.1936, Page 170
1(>0
BÚNAtíARRIT
grenni Reykjavíkur hefir sagt mér að hann hafi borg-
að allmikið yfir það óbreyttum vinnumanni þegar hæst
fór og liltölulega vinnukonum. Það má öllum Ijóst
vera, að þessi kauphækkun er alls eltki í réttu hlut-
falli við verðgildi peninga á sama tíma, enda mun
hún sennilega meiri en landhúnaður í nokkru landi
Evrópu hefir haft við að húa. — En samanburður
við Norðurlönd varðar oss mestu, og England, en þar
mun fást svipuð niðurstaða, eftir sögu þeirra að dæma,
er það hafa athugað. Um áhrif þessara kaupgjakls-
mála á ísl. landbúnað verður lítið eitt athugað í næsta
kafla.
3. Afkoma búnaðarins, framþróun o. íl.
Hvernig hefir oss svo búnast þessi 50—60 ár, sem nú
hefir verið lýst, er snertir tíðarfar, verzlunarárferði
o. fl.? Að vísu vantar mikið til að það verði sýnt fylli-
lega með þeim heimildum, sem fyrir liggja. En það
þýðingarmesta og stærsta ætti að fást upplýst. Fólks-
tal í sveitum þessi ár, á ýmsum tímurn, sýnir að vísu
eigi ánægjulega útkomu, og kemur þveröfugt við
framsókn búnaðarins að öðru leyti. Um manntal frá
1880 er mér ekki kunnugt, en að sjálfsögðu hefir
fækkunin verið mikil áratuginn til 1890. Þá flutti
margt fólk til Ameríku og byrjaði um leið fólks-
straumurinn í kaupstaðina, þó hann harðnaði mest
síðan. Eðlilega skapaði árferðið þennan áratug, og
hefir því áður verið lýst, að mestu þennan flótta úr
byggðum landsins. en hann átti ekki fyrir sér að
stöðvast:
Áriíi 1890 cru íbúar í svcit ............................. 03 075
— 1900 — — - — 62 919
_ 19K, — — - — 57 719
— 1920 — — - — 54 245
_ 1930 _ _ - _ 50 475
_ 1933 _ . _ ............................. 50 098