Búnaðarrit - 01.01.1936, Page 127
B Ú N A Ð A R RIT
117
einhverja allra þyngsta skatt bændastéttarinnar að
ræða, og þetta er skattur, sem bændurnir leggja að
nokkru leyti á sig sjálfir, og eigi fer í neitt gagnlegt,
því hann hverfur í jörðina, og það kemur ekkert í
staðinn.
Ef til vill sýnist einhverjum þessar tölur yfirgrips-
miklar og áætlaðar. En þær koma heim við hið raun-
verulega. Ég hefi l'engið nokkra menn til þess að at-
huga vanhöldin í sínum hreppum, og útkoman þar er
ekki glæsileg. Haustið 19Í14 settu 50 bændur í einum
hreppi á 3900 fjár. Al' þessu fé fóst um veturinn og
vorið 489 kindur eða 12%. Meiri hluti þess fórst um
vorið, eftir að búið var að kosta upp á það allan vet-
urinn. Af ánum, sem lifðu, urðu 9% lamblausar, en
undir 3,7% var vanið. Alls var það því 12,7% af lömh-
unum, sem drapst, og er þá miðað við ærtöluna fram-
gengna, en ekki eins og hún var að haustinu, sem þó
væri réttara.
Þessi dæmi geta gefið mönnum hugmynd um van-
höldin, og ég vildi að þau gætu komið einhverjum af
stað, til þess að gera meira, til að verjast þeim, en
nú er gert. Til þess að gera þetta enn ljósara þá set ég
hér skýrslu um arðsemi fjárbús bónda eins á Austur-
landi. Ég hefi skýrslu frá honum frá því hann byrj-
aði búskap 1921. Þessi hóndi er með betri fjármönn-
um, og lætur sér alveg óvenju annt um heimili sitt og
skepnurnar, sem hann hefir með höndum.
Skýrslan lítur þannig út:
Misti lömb
Átti Misti nýl'ædd, at vnnhcimt- Kjötþungi inmbn cftir n Eyddi i kind að vctrinum
Áriö ær icr um o. 11. kít t. c. úr lilöðu
1921 . . 58 0 5 20,49 45
1922 . . 58 0 2 21,50 44
1923 . . 74 0 7 20,07 20
1924 .. 77 2 23 16,79 37
1925 . . 85 3 9 18,83 38
192(5 .. 93 1 12 20,90 20