Búnaðarrit - 01.01.1936, Blaðsíða 125
B Ú N A Ð A R R I T
115
l'erðin, á svæðunum þar sem afréttin er iélegri, þarf
að vera það betri, ef sami þungi á að nást að haust-
inu, að lömbin fæðist um 0,5 kg. þyngri að vorinu.
* Geri þau það má ætla, að þau á léttustu afréttunum
verði jafnþung að haustinu og þau annars yrðu á
þeim beztu. Enginn ætti því að reyna að friða sjálf-
an sig og samvizkuna mcð því, að kenna landinu um
rýrð fjárins. Það á litla hlutinn, bóndinn á sjálfur
stóra hlutinn, með kynferði fjárins og meðferð allri.
Ekki orkar það tvímælis, að fari bóndinn nægilega
vel með ærnar, svo er honum hagur að því að fá þær
sem flestar tvílembdar. Uin þetta deila bændur nú.
Glöggur og skinsamur bóndi, Eyfirskur sagði við mig
að hann vildi fá hjá mér ráð „til að losna við b..
tvilemburnar. Hann taldi sér það skáða, að lians ær
voru margar tvílembdar, og það kann vel að vera, að
svo hafi verið með þeirri meðferð, sem hann sýndi
> þeim að vorinu. Vetrarmeðferðin var ágæt, en þeim
var sleppt að vorinu, lítið passaðar um burðinn, og þá,
vildi stíast í sundur, og ærnar tína öðrum tvílemb-
ingnum.
En hefði meðferðin verið önnur um vorið, bæði
fyrir burðinn, og svo hirðingin eftir hann, þá hefði
dæmið snúist við. Ég fullyrði að hver bóndi eigi að
kappkosta að lá sem mest tvílembt, en áður en hann
fer að vinna að því, þá á hann að vera búinn að bæta
það meðferðina að hann sé eins viss með það að láta
tvö lömb lifa undir ánni, og þvælast ekki undan að
vorinu, og hann áður var með að láta ána hafa eitt.
Á þessum átta árum, sem ég hefi haft með sauð-
fjárræktina að gera, tel ég að meðferð fjárins hafi
k batnað. En hún þarf að batna mikið enn. Ærnar þurfa
að takast fyr en víða er gert nú. Það þarf að gefa
þeim belur, eða svo að þær lialdi haustþunganuin að
vorinu. Það þarf að gefa þeim til fyrir burðinn, svo
þær fæði lömbin vel ,og þau fæðist stór, því það er skil-