Búnaðarrit - 01.01.1936, Side 215
B U N A Ð A R H I T
205
gott fóður að gefa saman við mjöl eða fiskiúrgang og
þá að hræra þetta saman með dálitlu af vatni í. Er
talið að 1 %—2 kg. sé mátulegt að gefa kú á dag af
þurrkuðum þara.
Aðalkostur við að þurrka þara ætti að vera sá, að
hægt er að fóðra alltaf jafnt með honum, því sé ekki
blautur þari til, þá getur maður gripið til þurra þarans.
Það er einnig' víða erlendis að þang er þurrkað til fóð-
urs, en á því er sá galli, að skepnur fást ekki til að
éta það, nema það sé saxað og blandað saman við
mjöl.
Þá skal ég minnast að nokkru á þaramjöl. Það hefir
el<lvi verið notað hér, eftir þeim upplýsingum sem ég
hefi fengið. Erlendis er framleitt allmikið af þesslconar
mjöli og virðist notkun þess aukast. Aðferðin er sú, að
þarinn er þurrkaður, eins og frá hefir verið skýrt, svo
er hann malaður. Tæki til þess þurfa ekki að vera mikil
né dýr, og er aðallega kvörn og aflvél. Er venjulega
ódýrast að liafa rafurmagn til að knýja kvörnina. Á-
ætla ég að sæmileg þaramölunartæki, með fremur litlu
húsi lil geymslu, mundu kosta allt að 30 þús. kr. Hér
á landi hefði svona stöð aðallega þýðingu fyrir þá sem
búa langt frá sjó. Hægt er að sönnu að flytja þara upp
um allar sveitir, en flutningskostnaðurinn yrði of mik-
i 11, svo eina ráðið til að innsveitir gætu notfært sér
þarafóður, er að þarinn verði malaður. En fyrir fólk
sem hýr við sjávarsíðuna álít ég að þaramölun sé óþörf.
Að vísu skal það játað, að það er mildu fyrirhafnar-
minna, að fóðra með þaramjöli en ómöluðum þara, en
þó hekl ég samt að þessi vinnusparnaður verði of dýr
fyrir fólk við sjávarsíðuna.
Ennfremur skal ég nefna það, að ég þekki til þess
að fólk rífur þang og sýður það saman við fiskiúrgang
handa skepnum, og er það gott fóður. En þeir sem það
gera verða fyrst að bleyta þangið, eins og áður er frá
sagt, og hella burtu vatninu, en alls ekki sjóða þangið