Búnaðarrit - 01.01.1936, Side 216
BÚNAÐARRIT
20(i
og fiskiúrganginn í því vatni. Er fóður þetta álitið sér-
staklega gott handa svínum, og er það helst sagþang
sem menn vilja nota til þess. En ég vil vara alla við því,
að gefa dýrum sem á að slátra, þarafóður síðustu 2%
mánuðinn, því oft vill það sjást á kjötinu, hafi ekki
þaragjöf verið hætt nógu snemma. Kjötið verður þá
gulleitt.
Annars hefir þari góð áhrif á allar skepnur, sé allrar
skynsemi gætt, t. d. handa mjólkurkúm hefir það sýnt
sig að smjörið verður betra. Sérstaklega eru það margir
sem nota mikið af sagþangi með þara handa mjólkur-
kúm. Einnig er þarafóðrun álitin heppileg að því leyti,
að þá fá dýrin joð, sem er afar nauðsynlegt, sé það
hæfilega mikið, og er mjólk úr kúm sem gefinn er þari,
álitin mjög holl. Einnig er það talið mjög gott að
hænsni fái þara, til þess að eggin fái því meira joð-
innihald, og segja ýmsir fræðimenn þetta vera þá réttu
leið, lil að bæta úr þörf þeirri, er menn hafa fyrir joð-
efni.
Skal því næst minnst á þara til áburðar.
Áður hefi ég drepið á það hvernig ég áliti að ætti að
koma fyrir björgun á þara undan sjó, og skal það ekki
rætt hér aftur.
Sem áburð er vist allvíða farið að nota þara hér á
landi, og er það gleðilegur vottur vaxandi skilnings
manna á því máíi.
Eg álít að þari ætti að vera notaður allsstaðar, þar
sem hægt er að ná i hann. Hér á íslandi hagar víða svo
til, að venjulega er það létt.
Þara er yfirleitt hægt að nota við allskonar ræktun,
en Iiezt reynist hann þar sein er léttur sendinn jarð-
vegur, og er það sérstaklega á slíkum jarðvegi að þar-
inn er góður kartöfluáburður. En til að fá sem bczt
not af þaraáburði til kartöfluræktar, er ráðlegt að bera
á dekar ca. 30 kg. superfosfat með. Á dekar er notað
4000 kg. af þara. Sé hann fúinn er honum dreift yfir