Búnaðarrit - 01.01.1936, Blaðsíða 57
BÚNAÐARRIT
47
læknar og manneldisfræðingar, sem héldu, að hægt
væri að Hfa á kjöti einu, voru taldir villutrúar, ef
ekki loddarar. Röksemdirnar voru frá frumeðlisfræði
til efnafræði. Manninum var ekki ætlað að vera kjöt-
æta — það sást, ef gáð var að tönnum hans, maga,
og þvi, sem sagt er um hann i biblíunni. Hann fær,
eins og áður var getið, skyrbjúg, el' hann neytir ekki
grænmetis, og í kjöti er ekkert grænmeti. Nýrun
mundu hila af ofreynslu, eggjahvitueitrun koma, og
allt fara hölvanlega.
Með þessar skoðanir í kollinum og, þvi miður, marg-
ar aðrar líkar þeim, lét eg af starfi mínu sem aðstoð-
arkennari i mannfræði við Harvard háskólann, til að
verða mannfræðingur í norðurför. Af tilviljun og at-
vikum, sem ekki verða sögð hér, varð eg um haustið
gestur Eskimóanna við Mackenziefljótið.
Hudsonsflóafélagið, er átti nyrztu stöð sína við
Macphersonvígið, tvö hundruð milum (enskum)
sunnar, hafði haft lítil áhrif á Eskimóana um meira
en hálfa öld, því að ekki nema sumir þeirra komu
árlega á verzlunarstaðinn og keyptu þá engan mat, en
aðeins te, tóbak, skotfæri og þessháttar hluti. En
1889 hafði hvalveiðaflotinn tekið að venja komur
sínar á þessar slóðir og um fimmtán ár liöfðu náin
kynni átt sér stað, svo að stundum hafði ekki minna
en tylft skipa og fjögur til fimm hundruð manns haft
vetursetu á Herscheley, rétt vestan við ósana. Á þess-
um tíma höfðu fáeinir Eskimóar lært ögn í ensku, og
ef til vill einn af hverjum tíu var farinn að hneigjast
nokkuð til fæðis hvítra manna.
En nú var hvalveiðaflotinn farinn, því að botninn
hafði dottið úr hvalsldðamarkaðinum, og héraðsmenn
horfðu fram á vetur, er lifa varð að fornum sið á fiski
og vatni. Veiðidýr, er fyrir nokkrum árum hefðu getað
bætt upp fiskinn, höfðu nú verið strádrepin eða fæld
hurt með hinufn ákafa veiðiskap, er al'laði hvalveiða-