Búnaðarrit - 01.01.1936, Síða 53
B U N A Ð A R R I T
43
Kannst pr. 100 fjár
Iðrcormar: 1933 1935
Vinstur: Ostertagia circumcincta
(vinsturormur) ................. 84% 80%.
Mjógirni: Nematodirus filicollis
(flækjumaðkur) ................ (56% 40%
— Bunostomum trigonocephalicum
(bitormur) ..................... 78% 36.4%
Hvort haustið hefir verið rannsakað rúmlega 100
f jár, ekki liægt að komast yfir meira, vegna þess hve
tímafrekar slíkar rannsóknir eru, en bæði haustin
hafa slátrin verið send óvalin, smátt og smátt, úr
ýmsum byggðarlögum hér sunnanlands, og ætti því
nokkuð að mega marka tölurnar. Þær sýna aðeins
Jítilsháttar minnkun á vinsturorminum, töluverða á
flækjumaðkinum og langmesta á bitorminum, sem nú
finnst ekki nema í rúml. þriðju hvorri kind, en áður i
því sem næst fjórum af hverjum fimm. Þó er ekki
allur munurinn hér með sagður, því að hann er orð-
inn enn meiri, að því leyti hve lítið er orðið um fé,
sem illa er haldið af bitormum. Mörlausar, útbitnar
garnir eftir bitorma má heita að sjáist varla nú, en var
mjög algengt haustið 1933.
Enginn efi er á því, að bitormurinn, sem virðist
vera höfuðorsökin til uppdráttarsýkinnar, er orðinn
miklu sjaldgæfari en hann var fyrir tveimur árum.
Um hinn orminn, ristilorminn (Chahertia), sem virð-
ist vera höfuðorsök skitunnar, er ekki gott að segja,
hvort honum hefir i'arið mikið fæklcandi, vegna þess
að hann hverfur að mestu leyti úr fénu yfir sumarið,
og þvi verðum við hans ekki varir í innýflunum að
liaustinu. En rannsóknir þær, sem Guðm. Gíslason hef-
ir með höndum nú, benda til að honum fjölgi mjög
örl í ristlinum fyrri hluta vetrar, en að hann sóp-
ist burt af ormalyfinu. Féð virðist geta yfirfallið á
tiltölulega skömmum tíma af þessum ormi, sem ekki