Búnaðarrit - 01.01.1936, Page 74
BÚNAÐARRIT
<54
Tilgangur tilraunarinnar var ekki, eins og blöðin
þó héldu fram, sá að „sanna“ eitt eða annað. Vér
vorum ekki að reyna að sanna eða ósanna neitt; vér
vildum aðeins finna staðreyndirnar. Niðurstöðurnar
átti að athuga frá öllum hliðum, en sérstaka athygli
átti að veita nokkrum algengum skoðunum, svo sem
þeirri, að skyrbjúgur kæmi af því að grænmeti vantar
í fæðuna, að aðrir sjúkdómar, sem eiga rót sína í efna-
vöntun, geti komið fram, að það hafi ill áhrif á æða-
kerfið og nýrun, að nokkrar skaðlegar smáverur
tímgist í görnunum og að kalkskortur komi fram. Aðal-
spurningin var auðvitað um áhrifin á heilsuna yfir
höfuð, eftir athugunum læknanna, sem eftirlitið höfðu,
og dómi tilraunamannanna sjálfra.
Upphaflega var svo til ætlazt, að tilraunin væri gerð
á mér einum, en eg gat orðið fyrir reiðarslagi, áður
en niðurstaða væri fengin, eða vagn gat ekið yfir mig,
og þá mundu þeir, sem héldu fram blandaðri fæðu og
jurtafæðu, telja það sanna bilun á andlegu fjöri og
líkamsþrótti, er kæmi af tilbreytingaleysi og eitrun al'
kjötáti. Það var erfitt að finna mér félaga, því að ekki
er unnt að gera slíka tilraun á hverjum sein er. Það
sést, ef vér athugnm tvö einföld dæmi.
Gerum ráð fyrir, að nokkrir menn að lokinni góðri
máltíð frétti um verðbréfahrun, sem gerir þá gjald-
þrota. Meltingin getur stöðvast nálega á sama auga-
bragði og ofboðið kemur. Auðvitað eru veikindin,
sem fylgja þessari máltið, ekki afleiðing af matnum
sjálfum.
Eða bjóðið nokkrum næmgeðja vinum til miðdegis-
verðar. Gefið þeim fyrirtaks kjálfskjöt, vel eldað. Að
máltíðinni lokinni spyrjið þér þá um kjálfskjötið.
Þeir munu svara með venjulegu hrósi. Þá segið þér,
að það standi heima. Vaskur sé dauður og þeir hafi
etið hann. Ef allt hefir verið vel undirbúið og leikið,
þá munu að minnsta kosti einhverjir af boðsgestunum