Búnaðarrit - 01.01.1936, Blaðsíða 154
144
BUNADARRIT
að rannsaka veikina. Lél hann fyrstur taka hér upp
hólusetningar. Voru það fyrst minni tilraunir, er tók-
ust misjafnlega. En um aldarlokin virtist svo, sem að
mestu væri búið að vinna bug á veikinni. Enn gerðust
hér stórtíðindi og ill áður 19. öldinni lauk. Það eru
jarðskjálftarnir á Suðurlandi í ágúst árið 1890. Þeir
stórkostlegustu, er sögur fara af hér ó landi. Yi'ir 100
bæir féllu, flestir til grunna, aðallega í Árnessýslu.
Jarðir skemmdust mjög af grjóthruni úr fjöllum. Þar
sem áður voru grösugar hlíðar urðu víða leirflög ein
af skriðuhruni. Tjón þetta hefi ég enga skýrslu um,
hvað mikið hefir orðið, en aldrei hefir ein sýsla eða
hérað borið annað eins tjón í einu hér á landi, en all-
mikið var gert til þess að bæta úr því, hæði innanlands
og utan. — Fyrstu árin eftir aldamótin var svipað
árferði og næstu á undan. Árið 1902 var allmikill ís
fyrir Norðurlandi, síðan mjög lítill. Árferðisskýrsla
Þorv. Thoroddsens nær til 1915 og telur hann ísrek
hér að landi mikið í minna lagi og árferði til jafnaðar
gott þessi 15 ár. Þaðan og til 1925 eru engar árferðis-
skýrslur til sein ég hefi séð. En þá fór veðurfræði-
stofan að semja þær, í svipuðum stíl og Þ. Th. hafði
gert. Eru öll þessi 10 ár talin mild og góð að tíðarfari,
nema máske eitt árið, 1930, sem var yfirleitt fremur
harðviðrasamt. — Af þessum 10 árum, sem engar
skýrslur eru um, eru árin 1910 og 1920 fremur slæm
ár, en síðan sainfellt góðæri. Fáein kuldavor hafa
komið og nokkrir snjóþungir vetrar, en aðeins einn
liarður frostavetur síðan um aldainót. Það sem ein-
kennt hefir því tíðarfarið síðan er mildir vetrar og
l'lest sumur eins, einlægt gott við sjóinn, en ol't snjó-
þungt til landsins, er fjær dregur. Mörg óþurrkasumur
og hirðing oft verið erlið og slæm. Þeir, sem ekki nota
vothey að nokkru ráði hafa orðið fyrir stórtjóni oft-
sinnis með hröktum heyjum og því nær lítt nýtum.
Engum alvarlegum áföllum hefir landbúnaður vor