Búnaðarrit - 01.01.1936, Side 203
B Ú N A Ð A R R I T
193
lmsins er gerð á hinn einfaldasta og ódýrasta hátt.
Húsakynnin ern lítil, áhöldin hin allra nauðsynleg-
ustu. Þetta var allt gott og blessað á þeim tímum, en
á síðustu 30 árum hafa orðið stórfelldar breytingar á
mjólkuriðnaði, svo fátt þykir nú nýtilegt sem fyrrum
þótti gott. Rjómabúið á Baugsstöðum heí'ir tekið litlum
breytingum, skálinn er hinn sami, áhöldin lík, sum
endurnýjuð og örlaum bætt við.
Maður skyldi nú ætla, að við þessa aðstöðu væri
erfitt að búa til góða vöru, smjör og osta, en reynsl-
an liefir sýnt hið gagnstæða. Smjörið frá Baugsstöð-
um er mjög eftirsótt í Reykjavík og af mörgum tekið
fram yfir mjólkurbúasmjör frá nýtízku mjólkurbúum.
Þetta sýnir hvað framúrskarandi hirðusemi og hag-
sýni fær áorkað, þótt aðstaða að öðru leyti sé eigi góð.
Rjómabúið á Baugsstöðum hefir gefið félögum sín-
um miklar tekjur, um 644 þúsund krónur, sem óvist
er að hverju hefði orðið ef húið hefði aldrei verið
stofnað. Rekstur þess hefir verið ódýr, og það hefir
staðizt allar eldraunir þessara tima. Nokkrum sinn-
um hefir það verið á völtum fæti en þó rétt við aftur.
Þetta er að sjálfsögðu mikið stjórn búsins að þakka
og samheldni félagsmanna. En eigi sízt Iiyggjum vér að
bústýnfhfar hafi átt hér hlut að máli, þar eð búið het'ir
ætíð verið svo lánsamt að hafa ágætar hústýrur, sem
voru starfi sínu vaxnar, og sein hafa rækt störf sín
með dugnaði, hirðusemi og hagsýni. Hin siðasta hefir
starfað á hinum erfiðustu tímum, en staðist alla sam-
keppni, énda hefir það verið hennar lífsstarf í 28 ár að
annast forstöðu rjómabúa, sem hún hefir ætíð rækt með
hinni mestu kostgæfni og hirðusemi, enda allsstaðar
átt því láni að fagna, að sjá góðan árangur af stari'i
sínu.
Nú er Rjómabúið á Baugsstöðum einskonar minnis-
varði liðinna tíma ,sem sýnir byrjunarstig mjólkur-
vinnslunnar hér á landi. Ætlunin var að þessi byrjun
13