Búnaðarrit - 01.01.1936, Blaðsíða 87
B U N A Ð A R R I T
/ /
að við Andersen höfðum þann Eskimóasið að eta fisk-
bein og tyggja enda á rifjum; með þeiin hætti feng-
um við eflaust dálítið af lcalki.
Þegar leið á siðari hluta tilraunarinnar, varð það
ískyggilega Ijóst, á pappírnum, að við fengum elcki nóg
kalk til að halda heilsu. En við vorum heilsugóðir.
Úr þeim vanda var leyst með því að gera ráð fyrir,
að kalkskortur, sem ekki yrði okkur til meins á einu
ári, gæti riðið okkur að fullu á tíu eða tuttugu.
Þegar gáð er að kalkskorti, eru beinin rannsökuð.
Það, sem þurfti, var því að athuga beinagrindur manna,
sem dáið höfðu á fullorðinsaldri, eftir að hafa lifað
frá æsku á kjötmeti einu. Slikar heinagrindur eru bein
Eskimóa, er menn vita, að dáið hafa áður en áhrifa
frá Norðurálfumönnum varð vart. Stofnun amerískra
kjötkaupmanna var fengin til að láta Peahody safnið
við Harvard háskóla fá aukafjárveitingu, og rannsak-
aði Dr. Earnest A. Hooton, prófessor í mannfræði þar,
gaumgæfilega þær beinagrindur af kjötætum, er á safn-
inu voru, með tilliti til kalksins í þeim. Dr. Hooton
fann engin merki um kalkskort. Þvert á móti benti allt
á, að kjötæturnar hefðu fengið ríflega, eða að minnsta
kosti nægilegt af kalki. Þeir höfðu ekki fremur liðið
af kalkskorti á æfiskeiði sínu en við á okkar stutta
ári (það var í raun og veru stutt, því að við nutum
þess).
3. kníli.
1.
Skyrbjúgur hefir verið höfuðfjandi landkannaða.
Þegar Magellan sigldi kringum hnöttinn fyrir fjögur
hundruð árum, dóu margir al' skipsmönnum hans úr
skyrhjúg, og flestir hinna voru stundum svo veiklaðir,
að þeir gátu með naumindum siglt skipunum. Þegar
Scott fór við í'jórða mann til Suður-heimskautsins