Búnaðarrit - 01.01.1936, Side 219
B U N A Ð A R U I T
20Í)
<eí'ni fyrir jörðina í ösku þessari, þó aðallega sé það
.kali, sem verður að leggjast til grundvallar fyrir verð-
mæti hennar. Um útlendan kaliáburð er það að segja,
að hann er venjulega dýr og væri því mikill sparnaður
að því að geta losnað við innflutning þessa áburðar.
Álít ég það vera hægt. Hve mikinn kaliáburð jarð-
ræktin hér á landi þarf árlega, veit ég ekki nákvæm-
lega, en sennilega er ekki of hátt reiknað, að það séu
200 smálestir árlega, og reikni maður smálestina á
150 kr., sem er þó líklega ol' lágt, þá sjáum við að hér
er að ræða um innflutning, sem nemur all álitlegri
fjárupphæð, og til að bæta úr þessari kalíþörf, þyrftu
rúmlega 800 smálestir af þaraösku.
En eftir þeim gífurlegu framförum, sem hér hafa
verið á sviði jarðræktarinnar, þá er sennilegt, að það
þurfi töluvert meiri kalíáburð en ég hefi áætlað, en það
skiptir engu, því hér er nógur þari og yfirleitt engin
hætta á að hann gangi lil þurðar.
Þarabrennslu ætti, að minu áliti, að vera þann veg
fyrir komið, að hvert ár væri brennt víðsvegar kringum
iandið, að minnsta kosti 800 smálestum af ösku, til að
bæta úr þörf jarðræktarinnar, og fengist útlendur
markaður væri sjálfsagt að brenna það sem hægt væri.
Eg geri ekki ráð fyrir að aska til áburðar væri neitt
ódýrari en útlendur kalíálnirður, en þrátt fyrir það er
það hagnaður, því það yrði töluverð atvinnubót, og
peningarnir væru kyrrir i landinu. Svo ber að geta
þess, að alltaf getur innflutningur kalíáburðar brugð-
ist, t. d. i heimsstyrjöldinni var lcalíáburður ófáan-
legur. Geta þeir tímar því miður verið nær en menn
hyggja. Þeir sem búa við sjávarsíðuna og eiga greið-
an aðgang að þara mundu ef til vill nota lítið af ösku,
heldur þarann, en fyrir fjarlægari sveitir er það eina
leiðin að þarinn sé brenndur, til þess að hann komi
innsveitum að notum. Gætu með jiessu móti komist á
allmikil viðskifti milli sjávarsveita og innsveita, og
14