Búnaðarrit - 01.01.1936, Blaðsíða 118
108
B U N A Ð A R R 1 T
kg., ef vel er á halclið. Stefna hvers fjáreiganda á því
nú að vera sú, að fara þannig með hverja kind, sem
hann hefir undir höndum, að hann fái eftir hana
öruggan og vissan arð, og hann á ekki að vera ánægð-
ur fyrr en hann fær 20 kg. af kjöti eftir ána minnst.
Til þess að hann nái því þarf margt að breytast frá
því sem nú er, og skal ég henda á nokkur atriði, enda
þótt ég hafi oft gert það áður.
Bóndinn þarf þá fijrsi og fremst að eiga eðlisgott
fé. Það er alveg óhætl að fullyrða, að fjölda fjáreig-
enda er ekki nógu Ijós munurinn á arðsemi góðu
kindarinnar og þeirrar lélegu. Þó þekkja allir ær, sem
alltaf, alla sína æfi, hafa átt og skilað góðum dilkum,
og svo aðrar, sem hafa verið með lélega dilka. Margir
þekkja líka ær, sem ár eftir ár hafa verið með tveimur
lömhum, og þeiin það vænuin, að þau hafa lítið gefið
eftir einlembingum. En margir skoða þessar ær eins
og einhverjar sérstakar undantekningar og trúa því
ekki, að allar ærnar geti orðið eins og þær. En það
er það sem þær geta, og það er það sem ber að keppa
að. Til jiess að mögulegt sé að reyna að ná því marki,
að gera allar ærnar eins og þá heztu í hjörðinni, þá
er nauðsynlegt að bóndinn viti hvaða ættar lömbin,
sem hann setur á, eru. Til þess að vita það þarf liann
að halda ánum sínum, færa uin þær ærbækur, og
merkja lömbin að vorinu, svo að hann þekki þau aft-
ur að haustinu eftir merkjunum. Hefi ég unnið að
því að bændur gerðu þetta. Um 600 bænduin hefi ég
útvegað ærbækur frá Noregi. S.Í.S. hefir fyrir mín orð
haft alúminíumrenninga, sem ég tel hentugasta til að
nota í lambamerki, og hafa margir fengið þá. Hvoru-
tveggja þetta bendir á, að allmargir muni nú merkja
lömb sín og lialda ærhækur. Hinsvegar er það vitað,
að margir gera Jiað ekki enn. Margir hafa enn enga
hugmynd um, hver ærin þeirra er arðsömust og bezt,