Búnaðarrit - 01.01.1936, Side 98
88
BÚNAÐARRIT
land, þar sem engin veiðidýr eru, af því að landið
er þakið ævarandi snjó, þá verður maður að hafa
fæði með sér. í því tilfelli væri eins gott að hafa með
sér gulaldinsafa eða eitthvert öruggt kjarnseyði.
III.
Rlað, sem mikið ber á í neðanjarðarvögnum, var
fyrir nokkru í samvinnu við heilbrigðismálastjórann í
New York með því að flytja þessa auglýsingu:
HEILBRIGÐAR TENNUR
FYLGJA HOLLU MATARÆÐI
GRÆNMETI, ALDINUM, MJÓLK
BURSTIÐ TENNLIR
KOMIÐ REGLULEGA TIL TANNLÆKNIS
SHIRLY W. WYNNE, M. I).
heilbrigð ismálas t jóri.
Á sama tíma var ljósvakinn fullur og blaðsíður
tímaritanna alþaktar af auglýsingum, er sögðu, að
efnabrigðin í munninum breyttust, ef notuð væri
tannsápa, tannduft eða lcverkavatn, svo að engin rotn-
un ætti sér stað, að hreinar tennur skemmdust ekki,
að sérstök tegund tannbursta næði í allar skorur, að
sérstök tegund af ávöxtum, mjólk eða brauði væri
auðug af efnum, sem holl væru fyrir tennurnar. Það
voru tannburstaæfingar í skólum. Mæður um allt land
voru að skúta börnin, kjassa þau eða múta þeim til
að nota tilfæringarnar, eta fæðuna og fylgja reglunum,
sem tryggðu fullkomlega heilbrigði munnsins.
En nú kom frarn yfirlýsing frá Dr. Adalbert Fern-
ald, umsjónarmanni við safn tannlæknaskólans í Har-
vard háskóla, um það, að hann hefði safnað afstcyp-
um af munnum lifandi Ameríkumanna, frá nyrztu
Eskimóum suður til Yucatan. Beztu tennurnar og