Búnaðarrit - 01.01.1936, Page 172
B Ú N A Ð A R R I T
102
búnaðarfélög (Ný félagsrit, 0. árg. 1840) og einstakir
bændur unnu næstum ótrúleg þrekvirki í jarðabótum
eftir þeirri aðstöðu, sem þá var til þeirra mála. En
um 1865 mun hafa komið kyrrstöðulímabil með stór-
um versnandi árferði er þá hófst. En eftir þjóðhátíð-
ina lifnaði aftur; þjóðin vaknaði til nýrra dáða, ineð
auknu frelsi og l'ullum fjárforráðum. Eins og áður
er sagt breyttist verzlun mjög til batnaðar um 1880,.
nýtt fjör færðist í viðskipti öll, bændur fengu dálitla
peninga undir hendur. Það var árið 1882, mislinga-
sumarið, að fyrst var haldið uppi vinnuflokki í Þing-
eyjarsýslu, allt sumarið, við jarðabætur. Það mun
hafa verið 8 manna flokkur fastur, en auk þeirra-
unnu inargir fleiri hjá bændum með þeim. Var víð-
asthvar unnið að vatnsveitingum, sumstaðar stór-
fellduin, er jarðirnar búa að enn í dag. Mjög mikið
var ræst fram áveituengi; cinnig sléttað töluvert í
túnum. Yfirleitt var unnið mikið og oft af kappi
þetta sumar, undir stjórn duglegs verkstjóra og bú-
fræðings. Eg vann í þessum flokki mestalt sumarið
og er því vel kunnugur þessum málum frá þeim tima.
Eftir þetta mun tiltölulega mest hafa verið unnið að
túnasléttum í Þingeyjarsýslum i'ram yfir aldamót,
og víðast um Norðurland. Að vísu gekk það seint
með handverkfærum einum, þeim sömu og notuð
höl'ðu verið, lítið hreyttum frá því snemma á öld-
inni.
Með útflutningi lifandi sauðfjár vaknaði mikill á-
hugi fyrir fjárrækt víðsvegar um land, er sýndi brátt
nokkurn árangur í bættu útflutningsfé. Um leið og;
sá útflutningur fór þverrandi, vaknaði nýr áhugi
fyrir saltkétsútflutningi, sem öllum var ljóst að hafði
einlægt verið rekinn með því sleifarlagi, er ekki var
viðunandi. Tók það allmörg ár að koma sér. niður á
hinni réttu aðferð og fyrstu sláturhúsin voru ekki
byggð fyrr en 1907. En nokkrar tilraunir höfðu áður