Búnaðarrit - 01.01.1936, Page 189
B Ú N A Ð A R RIT
179
ingum leiðir, jafna þeir milli sín eftir samkomulagi.
Rjóminn skal fluttur i fötum, sem til þess eru gerðar,
og á liver félagsmaður þær fötur, er hann þai'f með til
flutningsins, en rjómabússtjórnin útvegar þær. Rjóm-
inn skal vera kominn lil húsins á þeim tíma, er rjóma-
bússtýran ákveður.
9. gr.
Hver félagsmaður er skyldur lil að viðhafa allan
þrifnað í meðferð mjólkurinnar og rjómans. Slcal að
öllu leyti farið eftir „Góðum ráðum“ er Búnaðarfélag
íslands hefir gefið út, og sé þeim útbýtt meðal félags-
manna.
Ef rjómabússtýrunni þykir rjóminn frá einhverju
heimili óhreinn eða gallaður, skal hún senda hann
heim aftur, og skril'leg orðsending fylgja um það, sem
að honum er.
10. gr.
Eigi má senda rjóma til húsins úr veikum kúm.'né
heldur nýbærum fyr en eftir 8 daga frá hurði þeirra.
11. gr.
Félagsmenn hafa leyfi til að halda eftir rjóma til
heimilisnota, en eigi mega þeir verka smjör til sölu
þann tíma sem húið starfar, nema aðallundur leyfi.
12. gr.
Félagsmenn eiga heimling á, að þeim sé að nokkru
borgað andvirði smjörsins jafnóðum og það er selt og
við verður komið. En skyldug er rjómabússtjórnin til
að sjá um allar útborganir við rekstur búsins, greiðslu
vaxta og afborgana al' stofnláninu í tæka tið. Hún hef-
ir og heimild til að lialda eftir af verði smjörsins til
annara nauðsynlegra útgjalda, svo sem til aðgerðar á
húsi og áhöldum, og til að kaupa fyrir ýmislegt, er búið
getur eigi án verið.