Búnaðarrit - 01.01.1936, Síða 120
BÚNAÐARR I T
110
hvort hann fær ekki nema brot af því, sem það getur
látið í té. Hér kemur ákaflega margt til greina, og
minni ég bara á nokkur atriði.
Margir láta féð leggja of mikið af framan af vetri.
A þetta hel’i ég oft bent áður, en það er þörf á að benda
á það enn. Með því að láta ána leggja af framan af
vetrinum, þá þarf hún meira fóður yfir veturinn, og
auk þess verður hún næmari fyrir öllum misfellum,
og alveg sérstaklega hættara við vanhöldum vegna
ormaveiki. Af of mikilli afleggingu að haustinu koma
því oft vanhöld, þegar líður fram á veturinn. Þetta
hefir reynslan sýnt um land allt og af henni eiga
bændur að læra.
Yfirleitt eru ær ekki loðraðar nægilega vel. Það er
mjög almennt að telja það gott fóður á lambfullum
ám, ef þær halda sömu þyngd að vorinu og þær höfðu
um haustið. Þessu fer þó fjarri. Það kann að vera að
þetta fóður komi ekki að sök þar, sem ær eru svell-
spikaðar að haustinu, en víðast eru þær ekki feitari
en það að haustinu, að þær eiga ekkert að missa
yfir veturinn. Lambið, með því sem því fylgir, vegur
6 til 10 kg. innan í lambfullri ánni, og það hel'ir hún
misst lialdi hún bara sömu þyngd. Eigi hún sjálf að
standa í stað, þarf hún að þyngjast um lambsþung-
ann, og þannig ætti að fóðra þær. Ég veit, að það á
langt í land að fóðrunin l)reytist þetta. En að því
ber að stefna. Það eru enn fáir bændur, sem telja
þetta rétt, en ég er engu síður sannfærður um, að í
þetta horf færist fóðrunin. Þegar hver bóndi setur
sér þetta mark að haustinu, þá setur hann á með það
tyrir augum, og þá fyrst hverfur svartasti bletturinn
— fóðurleysið og horfellirinn —. Og þá fyrst verður
arðurinn viss árlega, en ekki eins og nú er, í hers
höndum, ef nokkuð ber út af með tíðarfar, og svo
misjafn, að munað getur meira en um hfelming, hve
fjárbúið gefur meira af sér annað árið en hitt. Sum-