Búnaðarrit - 01.01.1936, Side 211
B Ú N A Ð A R R I T
201
land, og einnig þangi, en þó minna af því. Eftir slíka
storma og brim eru oft stórir haugar og garðar af
þara, sem sjórinn hefir fleygt á land. Það eru oft
slík ógrynni, að það getur skipt tugum smálesta á
litlu svæði. Minnst af þessari gjöf sjávarins er notað,
og verður því einskis virði. Það getur að sönnu viljað
til að nokkrar sauðkindur komi og velji úr hið IjúÞ
fengasta, en þess gætir sára lítið, mestur hlutinn eyði-
leggst. Þessi þari liggur í fjörunum, svo líða nokkrir
dagar og nýtt brim kemur og tekur þá ef til vill allt
og fleygir því á land á einhverjum öðrum stað. Þari,
sem þannig flækist frá einum stað á annan, missir
mikið af verðgildi sínu til áburðar, og ættu menu
heldur að l'orðast að nota hann, ef um annan betri
þara er að ræða.
Þess vegna er mjög áríðandi að hirða þarann svo
fljótt sem unnt er, til þess að hann taki ekki út aftur,
og ætti það að vera föst regla allra þeirra, sem þurfa
þara til áburðar og fóðurs, að bjarga honum upp, en
ekki láta reka á reiða með að taka það sem fyrir hendi
er. Það er venjulega seint á haustin og vetrum að reki
þessi er mestur, en eins og ég hefi nefnt áður, þá er
venjulega á þeim tíma margt fólk, sem hefir lítið við
bundið. Væri bezt að menn slægju sér saman, minnsta
kosti þar sem þéttbýli er, til að bjarga sem mestu af
þara undan sjó, og jafnvel í þorpum, þar sem allmikil
jarðrækt er, og þar af leiðandi mikil áburðarþörl’, væri
að mínu áliti heppilegt, að það væri fast skipulag á
því hvernig og hvenær þarabjörgun ætti að fara fram,
því þar sem miklum þara þarf að bjarga undan sjó,
þarf að hafa mikið lið. Með þessu móti mundi víðast
fást nægilegur þari. Þegar svo þaranum væri bjargað
undan sjó, gæti hver hlutaðeigandi annað hvort lagt
þarann í stóra hauga eða ekið honum heim. Þara-
haugar geymast allvel og betur því stærri sem þeir
eru. Þarinn fúnar fljótt nema leggirnir. Þessir haug-