Búnaðarrit - 01.01.1936, Blaðsíða 108
98
BÚNAÐARRIT
cis Parkman, sagnfræðingurinn, sem þjáðist alla æfi
af höfuðverk nema, að því hann segir, um eitt skeið,
er hann lifði með Indíánaflokki einum aðallega eða
eingöngu á kjöti. Þó að þessi vitnisburður kæmi frá
ágætum manni, sem mikið var lesinn, og þó að hann
væri gott sýnishorn af vitnisburði kjötæta, þá vakti
hann litla athygli meðal lækna. En það skal sagt þeim
til afsökunar, að Parkmann sjálfur birti ekki þessa
reynslu sem glæsilega uppgötvun. Hann snýr því held-
ur þannig við, að þó að hann væri neyddur til að lifa
á kjöti, þá var hann laus við höfuðverkinn, sem þjáði
hann annars alla hans daga.
Þegar prófessor Raymond Pearl fyrir nálega tutt-
ugu árum var við jarðræktartilraunarstöðina í Maine,
sannaði hann, að kjúklingar vita meira en prófessorar
um það, hvað er gott fyrir kjúklinga að eta. Nú virð-
ast ýmsar tilraunir á góðri leið að sanna það, að ef
börnum er gefið fullt frelsi til að kjósa um mat, sem
ekki er villt um með sósum og tilbúnu hragði, þá velja
þau betur fyrir heilhrigði sína og þrótt en móðir þeirra
eða barnasérfræðingar. Eitt af því, sem menn taka
oft eftir um þessi börn, er að þau eta oft mikið af
einhverjum einum mat, sem þeim geðjast að. Að við
lifðum árum saman á einum mat, sein okkur þótti
góður, var frá því sjónarmiði ekki annað en fylgja
áfram æskuhneigð.
IV.
Meira en tuttugu og fimm ár eru liðin, síðan eg
lauk fyrstu tólf mánuðunum mínum á kjöti, og
meira en sex ár siðan eg lauk í New York sjötta fulla
kjötárinu mínu. Alla aðra tima æfi minnar hefi ég
verið mikil kjötæta, og eg er nú fimtíu og sex ára.
Það ætti að vera nógu langu tími til þess, að afleið-
ingarnar kænni í 1 jós. Dr. Clarence W. Lieb hefir skýrt