Búnaðarrit - 01.01.1936, Síða 44
34
BÚNAÐARRIT
er því haldið fram, þó með misjafnlega sterkum
orðurn, að verra sé að svelta féð, jafnvel skaðlegt.
14. 18 hreppar taka það fram, að lyí'ið hafi verið not-
að síðari hluta vetrar og að vori, handa fé sem þá
veiktist, alstaðar með árangri, og víðast til
lullrar lækningar.
15. Þá er það sérstaklega tekið fram, hjá 21 hrepp,
að árangur af notkun lyfsins hafi verið ágætur.
svo að nú sé þessari vondu plágu, ormaveikinni,
aflétt, ef lyfið sé notað með vandvirkni. Nokkrir
hreppar árétta áherzlu þessara orða með sérstöku
þakklæti til próf. N. Dungal fyrir störf hans í
þessu máli.
16. Árangurinn virðist nokkuð misjafn eftir lands-
hlutum. Misjafnastur á Norður- og Austurlandi,
cn heztur á Suðurlandi. Gæti hugsast að þetta
stæði í einhverju samhandi við hraktara hey
norðan- og austanlands, þó virðast þeir ekki hafa
gengið eins vandlega að verki yfirleitt eins og
Sunnlendingar. Viða virðist, að þó féð væri hreins-
að í nóv. eða des, þá væri það orðið sýkt aftur
á útmánuðum, m. ö. o. sýkingin væri í fóðri fjár-
ins, og því þyrfti að gefa því inn öðru hvoru að
vetrinum.
17. f Skarðshreppi veilctust inargir gemlingar, náð-
ist í ormalyf um miðjan apríl og var þá notað, þá
voru 5 af gemlingunum dauðir, en hinum hatn-
aði öllum.
18. í Saurbæjarhreppi í Dalasýslu er lilgreint dæini
þess, að vanmeta ám væru gefnir tveir skammtar
hverri í senn og einn skammtur næsta dag. Batn-
aði þeim öllum. — f haust virtist féð þar prýðis-
fallegt.
19. í Rauðasandshreppi var lyfið aðeins notað í sýkt
le, en með góðuin árangri.
20. Úr Mosvallahreppi er skrifað: „Hér í hreppi hei'ir