Búnaðarrit - 01.01.1936, Page 59
B Ú N A Ð A R R I T
4‘)
andi á veiðar suður eftir öldóttri gresjunni, þó að eg
naumast gerði ráð fyrir að fá neina veiði. Kom eg þá
heim aftur um nónbilið. Börn, sem voru að leika sér,
sáu venjulega til mín, er eg kom, og sögðu konu
Roxy’s, en hún tók þá að steikja nýjan sjóbirting.
Þegar eg kom heim, nartaði eg ögn í hann og skrifaði
svo 'i dagbókina, hve afleitlega mér liði.
Övænt og nálega á móti vilja mínum var mér farið
að getast vel að steiktum sjóbirtingi, er eg einn dag,
líldega í annari vikunni, kom heim án þess börnin
hefðu séð til mín. Enginn steiktur fiskur var tilbúinn,
en fólkið sat í kringum trog með soðnum fiski. Eg
settist hjá þeim, og mér til undrunar gazt mér betur
að soðna fiskinum en hinum steikta. Eftir það var
allri séreidamennsku lokið, og eg át soðinn fisk með
Eskimóunum.
II.
Um miðsvetrarleytið hafði eg farið frá Roxy og
dvaldi nú með fólki, sem ekki var cins veraldarvant,
á austurbakka Mackenzieósa, til að gera mannfræði-
legar athuganir. Bústaður vor var hús úr timbri og
torfi, hitað og lýst með lömpum í Eskimóa-stíl. Þeir
hrennd.u sellýsi eða hvallýsi, aðallega af hvituin hval,
er veiðzt hafði vorið áður, og hafði þá spikið verið
geymt í belgjum, þó að megran hefði verið etin. Ekki
var þó soðið yfir lömpunum um veturinn, heldur á
stó úr plötujárni, sem í'engin hafði verið hjá hval-
veiðamönnum. Við vorum tuttugu og þrjú í einu her-
bergi, og stundum voru ekki færri en tíu gestir. Gólfið
var þá svo alþakið sofendum, að hengja varð stóna
upp í þakið. Hitinn á nóttunni var um 16°. Loftræst-
ing var ágæt, kalda loftið kom hægt að neðan gegn
um hleragat, sem aldrei var aftur, og hitaða loftið
fór út um strompinn í þakinu.
Allir svál'u allsberir — engin náttföt eða náttskyrt-
4